Kreppan kemur við kaunin á öllum Norðurlandanna 21. janúar 2009 11:26 Það er ekki svo að Ísland sé eitt á báti í því að vera að upplifa samdrátt. Reiknað má með samdrætti á öllum Norðurlöndunum í ár samkvæmt spá norræna bankans Nordea sem birti hagspá sína í gær. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að hin alþjóðlega fjármálakreppa er að koma illa niður á þessum löndum og er því spáð að útflutningur vaxi afar hægt eða dragist saman og að fjárfesting minnki í þeim öllum vegna lakara aðgengis að lánsfé og verri efnahagsástands. Einnig er reiknað með því að lítill sem enginn vöxtur verði í einkaneyslu en atvinnuleysi er vaxandi á svæðinu öllu. Atvinnuleysið mun halda áfram að aukast fram á árið 2010 að mati Nordea, en þeir spá því að hagvöxtur verði þá lítill sem enginn á Norðurlöndunum öllum. Spá þeir að atvinnuleysi verði á bilinu 4 til 9% á næsta ári eftir því hvar borið er niður á svæðinu - mest í Svíþjóð. Ekkert hagkerfi Norðurlandanna dregst þó saman meira í ár en hið íslenska að mati Nordea. Samdrátturinn hér á landi mun verða 12% samkvæmt spá þeirra. Næst okkur kemst Svíþjóð en þar er spáð 1,5% samdrætti í ár, þá Finnland ,eð -1,3%, þar á eftir Danmörk með -1,0 og restina rekur Noregur (-0,1%). Hinn mikli samdráttur á Íslandi skýrist af banka og gjaldeyriskreppu sem landið er í. Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Það er ekki svo að Ísland sé eitt á báti í því að vera að upplifa samdrátt. Reiknað má með samdrætti á öllum Norðurlöndunum í ár samkvæmt spá norræna bankans Nordea sem birti hagspá sína í gær. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að hin alþjóðlega fjármálakreppa er að koma illa niður á þessum löndum og er því spáð að útflutningur vaxi afar hægt eða dragist saman og að fjárfesting minnki í þeim öllum vegna lakara aðgengis að lánsfé og verri efnahagsástands. Einnig er reiknað með því að lítill sem enginn vöxtur verði í einkaneyslu en atvinnuleysi er vaxandi á svæðinu öllu. Atvinnuleysið mun halda áfram að aukast fram á árið 2010 að mati Nordea, en þeir spá því að hagvöxtur verði þá lítill sem enginn á Norðurlöndunum öllum. Spá þeir að atvinnuleysi verði á bilinu 4 til 9% á næsta ári eftir því hvar borið er niður á svæðinu - mest í Svíþjóð. Ekkert hagkerfi Norðurlandanna dregst þó saman meira í ár en hið íslenska að mati Nordea. Samdrátturinn hér á landi mun verða 12% samkvæmt spá þeirra. Næst okkur kemst Svíþjóð en þar er spáð 1,5% samdrætti í ár, þá Finnland ,eð -1,3%, þar á eftir Danmörk með -1,0 og restina rekur Noregur (-0,1%). Hinn mikli samdráttur á Íslandi skýrist af banka og gjaldeyriskreppu sem landið er í.
Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira