Stórsókn gegn Talíbönum Guðjón Helgason skrifar 8. maí 2009 11:55 Íbúar í Mingora, höfuðstað Swat-dals í norðvestur Pakistan, að leggja á flótta vegna átaka þar nærri. MYND/AP Mörg hundruð þúsund íbúar hafa lagt á flótta frá átakasvæðum í norðvestur Pakistan. Þarlend stjórnvöld hófu í gær stórsókn gegn Talíbönum nærri landamærunum að Afganistan. Allt stefnir í einn mesta flóttamannastraum heims um leið og miklir og jafnvel langvinnir bardagar eru að hefjast í Pakistan. Yusuf Raza Gilani, forsætisráðherra Pakistans, tilkynnti í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi að uppræta ætti sveitir herskárra í landinu. Þar með mun hafin stórsókn gegn Talíbönum og liðsmönnum al Kaída í landinu en ríkisstjórn Pakistans hafði þar til fyrir skömmu reynt að friðmælast við Talíbanana úr þeim hópi. Samið var að Talíbanar fengju Swat-dal í norð-vestur Pakistan nærri landamærunum að Afganistan og gætu tekið upp íslömsk sharía-lög þar. Talíbanar héldu siðan áfram að leggja undir sig landsvæði og fór að nálgast höfuðborgina Íslamabad. Árásir hófust í morgun. Sprengjum hefur verið varpað á mörg skotmörk á svæðinu og landhernaður hafinn. Talsmaður pakistanska hersins segir útlit fyrir að sóknin verði lagnvinn því herskáir hópar í Swat-dal hafi haft tíma til að koma sér fyrir og styrkja stöðu sína meðan reynt var að semja um frið. Talíbanar og liðsmenn al-Kaída hafi náð að losa sig við stuðningsmenn stjórnvalda á svæðinu og rekið langflesta úr þeim hópi á flótta. Swat-dalur og nærliggjandi svæði sé draumastaðurinn fyrir skæruliða til að verjast enda sé það erfitt yfirferðar og víða geti leyniskyttur falið sig. Pakistanski stjórnarherinn nái sigri í stóru orrustunum í fyrstu en það sem komi á eftir valdi áhyggjum. Fréttaritari BBC í Pakistan segir þarlend stjórnvöld sannfærð um að þau hafi stuðning almennings við aðgerðirnar en það geti breyttst ef margir almennir borgarar falli. Talið er að um 200 þúsund manns hafi flúið Swat-dal aðeins á allra síðustu sólahringum og í heildina hafi hátt í ein milljón manna lagt á flótta síða í ágúst í fyrra. Hjálparasamtök vara við að einhver mest flóttamannavandi í heimi sé nú að skapast í Pakistan og hjálpar sé þörf. Gilani hefur óskað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins svo hjálpa megi flóttafólkinu. Starfsmenn alþjóðlegra hjálparsamtaka segja ástandið hörmulegt. Margir hafi lagt á flótta með stuttum fyrirvara, fólk hafi orði viðskila við ættingja og vini og þörf sé á áfallahjálp ekki síður en mat og lyfjum. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Mörg hundruð þúsund íbúar hafa lagt á flótta frá átakasvæðum í norðvestur Pakistan. Þarlend stjórnvöld hófu í gær stórsókn gegn Talíbönum nærri landamærunum að Afganistan. Allt stefnir í einn mesta flóttamannastraum heims um leið og miklir og jafnvel langvinnir bardagar eru að hefjast í Pakistan. Yusuf Raza Gilani, forsætisráðherra Pakistans, tilkynnti í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi að uppræta ætti sveitir herskárra í landinu. Þar með mun hafin stórsókn gegn Talíbönum og liðsmönnum al Kaída í landinu en ríkisstjórn Pakistans hafði þar til fyrir skömmu reynt að friðmælast við Talíbanana úr þeim hópi. Samið var að Talíbanar fengju Swat-dal í norð-vestur Pakistan nærri landamærunum að Afganistan og gætu tekið upp íslömsk sharía-lög þar. Talíbanar héldu siðan áfram að leggja undir sig landsvæði og fór að nálgast höfuðborgina Íslamabad. Árásir hófust í morgun. Sprengjum hefur verið varpað á mörg skotmörk á svæðinu og landhernaður hafinn. Talsmaður pakistanska hersins segir útlit fyrir að sóknin verði lagnvinn því herskáir hópar í Swat-dal hafi haft tíma til að koma sér fyrir og styrkja stöðu sína meðan reynt var að semja um frið. Talíbanar og liðsmenn al-Kaída hafi náð að losa sig við stuðningsmenn stjórnvalda á svæðinu og rekið langflesta úr þeim hópi á flótta. Swat-dalur og nærliggjandi svæði sé draumastaðurinn fyrir skæruliða til að verjast enda sé það erfitt yfirferðar og víða geti leyniskyttur falið sig. Pakistanski stjórnarherinn nái sigri í stóru orrustunum í fyrstu en það sem komi á eftir valdi áhyggjum. Fréttaritari BBC í Pakistan segir þarlend stjórnvöld sannfærð um að þau hafi stuðning almennings við aðgerðirnar en það geti breyttst ef margir almennir borgarar falli. Talið er að um 200 þúsund manns hafi flúið Swat-dal aðeins á allra síðustu sólahringum og í heildina hafi hátt í ein milljón manna lagt á flótta síða í ágúst í fyrra. Hjálparasamtök vara við að einhver mest flóttamannavandi í heimi sé nú að skapast í Pakistan og hjálpar sé þörf. Gilani hefur óskað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins svo hjálpa megi flóttafólkinu. Starfsmenn alþjóðlegra hjálparsamtaka segja ástandið hörmulegt. Margir hafi lagt á flótta með stuttum fyrirvara, fólk hafi orði viðskila við ættingja og vini og þörf sé á áfallahjálp ekki síður en mat og lyfjum.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira