Handbolti

Sólveig Lára: Ætlum að klára þetta heima

Guðmundur Marínó Ingvarsson skrifar
Sólveig Lára Kjærnested lék vel með Stjörnunni í kvöld.
Sólveig Lára Kjærnested lék vel með Stjörnunni í kvöld. Mynd/Anton

Sólveig Lára Kjærnested var mjög ákveðin í sigri Stjörnunnar á Fram í kvöld og ætlaði sér að bæta fyrir slakan leik í fyrsta leiknum.

„Ég var fersk í dag og tilbúin. Ég vaknaði með hálsríg í morgun og einhver veikindi í hálsinum en ég ákvað að rífa mig upp úr því og eiga hérna ágætis leik. Ég var ekki að skila mínu í síðasta leik þar sem ég skaut ekki á markið fyrr en eftir 40 mínútur sem er kannski ekki vaninn og ákvað að stíga upp í dag."

Fyrir utan að skora sex mörk var Sólveig iðin við að stela boltanum í vörninni og gerði Frömurum lífið leitt hvað eftir annað. „Ég náði að lesa leikinn vel," sagði Sólveig og flóknara er það ekki.

„Þetta er búið að vera auðveldara en maður bjóst við en hins vegar höfum við verið með gott tak á Fram á vetur og leikirnir í deildinni voru nokkuð öruggir. Þetta virðist vera framhald af því en maður býst við þeim ennþá betri í næsta leik og dýrvitlausum. Við ætlum klárlega að klára þetta heima, það er mikið skemmtilegra," sagði Sólveig að lokum við Vísi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×