Að vinna sig út úr kreppu Ögmundur Jónasson skrifar 21. desember 2009 06:00 Umræða um fjárlög er á lokastigi á Alþingi. Hún hefur verið málefnaleg og hafa dregist upp skýrar línur. Hugmyndir stjórnarandstöðuStjórnarandstaðan hefur varað við skattlagningaráformum stjórnarmeirihlutans og dregið upp rannsóknarskýrslur sem benda til þess að óráðlegt sé að reyna að „skattleggja sig út úr kreppu". Einmitt það er okkur í stjórnarmeirihluta borið á brýn að ætla að reyna að gera. Stjórnarandstaðan segir að leggja eigi allt kapp á að örva atvinnulífið. Með því móti sé stuðlað að aukinni verðmætasköpun, skattstofnarnir styrkist og þjóðfélagið verði þar með betur í stakk búið að takast á við hvers kyns vanda í framtíðinni. Að því marki sem við séum nauðbeygð til að skattleggja væri ráð að leita til lífeyrissjóðanna og fá frá þeim nú þær skatttekjur sem ella féllu til í framtíðinni þegar fólk fer á lífeyri. Greiðslur úr lífeyrissjóðum eru sem kunnugt er skattlagðar einsog hverjar aðrar tekjur en þessar hugmyndir ganga út á að lífeyrissjóðirnir greiði þetta skattfé fyrirfram í ljósi erfiðra aðstæðna. Mismunandi áherslur hafa komið fram innan stjórnarandstöðunnar hvað varðar niðurskurð útgjalda. Sumir vilja skera meira niður en fyrirhugað er að gera, aðrir vara við slíku, telja jafnvel of mikið skorið niður. Þörf á fyrirhyggjuUndir sitthvað af þessu er auðvelt að taka. Miklar skattbyrðar geta hægt á gangverki efnahagslífsins, dregið úr neyslu sem síðan getur haft keðjuverkandi áhrif og leitt til aukins atvinnuleysis. Sömu áhrif hefur mikill niðurskurður í útgjöldum ríkisins. Hann getur leitt til uppsagna starfsfólks og þar með aukins atvinnuleysis að því ógleymdu að við slíkar aðstæður þarf að draga úr þjónustu velferðarkerfisins, nokkuð sem er sérstaklega bagalegt á samdráttartímum. Einmitt þá er þörf á þéttriðnu öryggisneti velferðarþjónustunnar. En hvað er til ráða? Ríkissjóður hefur orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi af völdum hrunsins. Þess vegna myndast meiri halli á ríkissjóði en dæmi eru um í síðari tíma sögu. Ein leið út úr vandanum er að taka lán til að fjármagna hallann og freista þess að bíða af sér þessa óáran - vona að Eyjólfur hressist svo rækilega að hann afkasti í framtíðinni sem aldrei fyrr. Hér er að tvennu að hyggja. Í fyrsta lagi eru lántökur mjög kostnaðarsamar. Kostnaður af lánum ríkisins er þegar um hundrað milljarðar. Eftir því sem við aukum lántökurnar þeim mun þyngri verða vaxtabyrðarnar. Hitt atriðið varðar framtíðina. Gagnvart henni þurfum við að sýna fyrirhyggju. Hættan við lántökuhugmyndir stjórnarandstöðunnar (sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur stefnu hennar þótt það sé ekki viðurkennt) og skattahugmyndir Sjálfstæðismanna, er sú, að við gætum gert okkur erfitt fyrir síðar meir. Í framtíðinni bíða okkar frekari skuldbindingar auk þess sem vitað er að þjóðin eldist, sem aftur veldur því að dýrara verður að reka samfélagið þegar fram líða stundir. Auknar lántökur nú gætu því komið okkur í koll og þá ekki síður hitt að hafa freistast til að taka skattinn út fyrirfram. Okkar stefnaRíkisstjórn VG og Samfylkingar hefur valið þá leið að reyna að fara bil beggja við þessar aðstæður - feta eins konar milliveg. Á þessu ári er hallinn á ríkissjóði um eitt hundrað og sextíu milljarðar. Á næsta ári má gera ráð fyrir að hann verði um eitt hundrað milljarðar. Þetta er umtalsverður halli en ástæðan fyrir honum er að sjálfsögðu sú, að við viljum komast hjá meiri niðurskurði og skattlagningu en raunin verður á. Við gerum okkur grein fyrir því að langt er gengið í hvoru tveggja, niðurskurðinum og skattlagningunni, og hefur því margoft verið lýst yfir af okkar hálfu að þessi mál verði að vera í stöðugri endurskoðun. Hitt er svo annað mál að þótt kreppan sé okkur erfið er ýmis sóknarfæri að finna. Kreppan á að verða okkur hvatning til endurnýjunar og endursköpunar; til að leita leiða við að framkvæma á markvissari hátt en áður, innan sem utan opinberrar þjónustu. Þetta kallar á víðtæka samvinnu í stofnunum og fyrirtækjum en mun skila árangri ef vel tekst til. Markaðslögmálin dugðu ekki betur en svo að þau settu samfélag okkar á hliðina. Hið sama gildir um gömlu tilskipanaúrræðin. Nú þarf að virkja frumkvæði og dómgreind hvers og eins. Það er samvinnan sem blífur. Félagslegt réttlæti og samvinna eru þau tæki og tól sem best nýtast til að vinna okkur út úr kreppunni. Ef vel er á haldið mun það takast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Umræða um fjárlög er á lokastigi á Alþingi. Hún hefur verið málefnaleg og hafa dregist upp skýrar línur. Hugmyndir stjórnarandstöðuStjórnarandstaðan hefur varað við skattlagningaráformum stjórnarmeirihlutans og dregið upp rannsóknarskýrslur sem benda til þess að óráðlegt sé að reyna að „skattleggja sig út úr kreppu". Einmitt það er okkur í stjórnarmeirihluta borið á brýn að ætla að reyna að gera. Stjórnarandstaðan segir að leggja eigi allt kapp á að örva atvinnulífið. Með því móti sé stuðlað að aukinni verðmætasköpun, skattstofnarnir styrkist og þjóðfélagið verði þar með betur í stakk búið að takast á við hvers kyns vanda í framtíðinni. Að því marki sem við séum nauðbeygð til að skattleggja væri ráð að leita til lífeyrissjóðanna og fá frá þeim nú þær skatttekjur sem ella féllu til í framtíðinni þegar fólk fer á lífeyri. Greiðslur úr lífeyrissjóðum eru sem kunnugt er skattlagðar einsog hverjar aðrar tekjur en þessar hugmyndir ganga út á að lífeyrissjóðirnir greiði þetta skattfé fyrirfram í ljósi erfiðra aðstæðna. Mismunandi áherslur hafa komið fram innan stjórnarandstöðunnar hvað varðar niðurskurð útgjalda. Sumir vilja skera meira niður en fyrirhugað er að gera, aðrir vara við slíku, telja jafnvel of mikið skorið niður. Þörf á fyrirhyggjuUndir sitthvað af þessu er auðvelt að taka. Miklar skattbyrðar geta hægt á gangverki efnahagslífsins, dregið úr neyslu sem síðan getur haft keðjuverkandi áhrif og leitt til aukins atvinnuleysis. Sömu áhrif hefur mikill niðurskurður í útgjöldum ríkisins. Hann getur leitt til uppsagna starfsfólks og þar með aukins atvinnuleysis að því ógleymdu að við slíkar aðstæður þarf að draga úr þjónustu velferðarkerfisins, nokkuð sem er sérstaklega bagalegt á samdráttartímum. Einmitt þá er þörf á þéttriðnu öryggisneti velferðarþjónustunnar. En hvað er til ráða? Ríkissjóður hefur orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi af völdum hrunsins. Þess vegna myndast meiri halli á ríkissjóði en dæmi eru um í síðari tíma sögu. Ein leið út úr vandanum er að taka lán til að fjármagna hallann og freista þess að bíða af sér þessa óáran - vona að Eyjólfur hressist svo rækilega að hann afkasti í framtíðinni sem aldrei fyrr. Hér er að tvennu að hyggja. Í fyrsta lagi eru lántökur mjög kostnaðarsamar. Kostnaður af lánum ríkisins er þegar um hundrað milljarðar. Eftir því sem við aukum lántökurnar þeim mun þyngri verða vaxtabyrðarnar. Hitt atriðið varðar framtíðina. Gagnvart henni þurfum við að sýna fyrirhyggju. Hættan við lántökuhugmyndir stjórnarandstöðunnar (sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur stefnu hennar þótt það sé ekki viðurkennt) og skattahugmyndir Sjálfstæðismanna, er sú, að við gætum gert okkur erfitt fyrir síðar meir. Í framtíðinni bíða okkar frekari skuldbindingar auk þess sem vitað er að þjóðin eldist, sem aftur veldur því að dýrara verður að reka samfélagið þegar fram líða stundir. Auknar lántökur nú gætu því komið okkur í koll og þá ekki síður hitt að hafa freistast til að taka skattinn út fyrirfram. Okkar stefnaRíkisstjórn VG og Samfylkingar hefur valið þá leið að reyna að fara bil beggja við þessar aðstæður - feta eins konar milliveg. Á þessu ári er hallinn á ríkissjóði um eitt hundrað og sextíu milljarðar. Á næsta ári má gera ráð fyrir að hann verði um eitt hundrað milljarðar. Þetta er umtalsverður halli en ástæðan fyrir honum er að sjálfsögðu sú, að við viljum komast hjá meiri niðurskurði og skattlagningu en raunin verður á. Við gerum okkur grein fyrir því að langt er gengið í hvoru tveggja, niðurskurðinum og skattlagningunni, og hefur því margoft verið lýst yfir af okkar hálfu að þessi mál verði að vera í stöðugri endurskoðun. Hitt er svo annað mál að þótt kreppan sé okkur erfið er ýmis sóknarfæri að finna. Kreppan á að verða okkur hvatning til endurnýjunar og endursköpunar; til að leita leiða við að framkvæma á markvissari hátt en áður, innan sem utan opinberrar þjónustu. Þetta kallar á víðtæka samvinnu í stofnunum og fyrirtækjum en mun skila árangri ef vel tekst til. Markaðslögmálin dugðu ekki betur en svo að þau settu samfélag okkar á hliðina. Hið sama gildir um gömlu tilskipanaúrræðin. Nú þarf að virkja frumkvæði og dómgreind hvers og eins. Það er samvinnan sem blífur. Félagslegt réttlæti og samvinna eru þau tæki og tól sem best nýtast til að vinna okkur út úr kreppunni. Ef vel er á haldið mun það takast.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun