Viðskipti erlent

Kínverjar vilja legga 15 milljarða dollara í Rio Tinto

Kínverjar hafa áhuga á að leggja 15 milljarða dollara, eða um 1.800 milljarða kr. í námurisann Rio Tinto sem m.a. rekur álverið í Straumsvík. Þessi fjármagnsinnspýting yrði í formi hlutabréfakaupa á mörkuðunum í London og Sidney.

Rio Tinto hefur átt í fjármagnskröggum síðan að það keypti Alcan, fyrrum móðurfélag álversins í Straumsvík, í fyrra. Hefur lækkandi verð á áli og fjármálakreppan ekki bætt stöðu Rio Tinto.

Samkvæmt frásögn í erlendum fjölmiðlum er rætt um að Kínverjar kaupi 18% af hlutum Rio Tinto á markaðinum í London og 14% á markaðinum í Sidney. Um er að ræða hið ríkisrekna kínverska stálfélag Chinalco sem stæði að kaupunum.

Breska blaðið Times greinir svo frá því að kaup Kínverjar í Sidney hafi komið verulega við kaunin á stjórnvöldum í Ástralíu. Vilja þau takmarka kaupin við 11% af hlutaféinu.

Ástralir óttast að ef áhrif Kínverja verði of mikil í stjórn Rio Tinto muni það leið til sölu á járngrýtisnámum´og kolanámum til Kínverja í náinni framtíð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×