Viðskipti erlent

Danski skatturinn notar Al Capone aðferðir gegn glæpahópum

Danski skatturinn vinnur nú allan sólarhringinn með lögreglunni í Danmörku við að koma Vítisenglum og öðrum glæpahópum bakvið lás og slá. Samkvæmt Jyllands Posten notar skatturinn Al Capone aðferðir í baráttu sinni, það er reynir að ná til glæpamannanna í gegnum skattsvik þeirra og efnahagsbrot.

Skatturinn lét til skarar skríða í Farum í gærkvöldi þar sem hann lagði hald á marga bíla sem voru á sænskum númeraplötum.

"Við fengum meira út úr þessari aðgerð en við áttum von á. Við tókum bílana með heim og erum nú að senda reikninga út til eigenda þeirra," segir Lars Klamer leiðtogi aðgerðarhóps skattsins í Danmörku og hann boðar frekari aðgerðir.

"Við erum að gera okkur klára fyrir daginn í dag," segir Klamer. "Við erum hressir hér og tókum þátt í aðgerðum lögreglunnar tuttugu og fjórar stundir sólarhringsins."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×