NBA í nótt: Beasley tryggði Miami sigur með troðslu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2009 09:00 Michael Beasley var hetja Miami í nótt. Mynd/AP Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann afar nauman sigur á grönnum sínum í Orlando, 99-98, þar sem Michael Beasley skoraði umdeilda sigurkörfu í blálokin. Dwyane Wade tók skotið sem átti að tryggja Miami sigurinn. Skotið virtist ætla að geiga en Beasley náði að grípa boltann og troða honum í körfuna. Leikmenn Orlando vildu meina að boltinn hafi enn verið á leiðinni í körfuna og hafi enn verið á niðurleið. Því hafi troðsla Beasley verið ólögleg. En karfan var dæmd góð og gild. Vince Carter kom Orlando yfir með þriggja stiga körfu þegar fjórtán sekúndur voru eftir en Udonis Haslem minnkaði muninn í eitt stig skömmu síðar. Jason Williams hefði svo getað nánast tryggt Orlando sigurinn þegar hann fór á vítalínunni í næstu sókn en hann klikkaði á báðum skotunum. Það nýtti Miami sér og skoraði sigurkörfuna þegar rúm ein sekúnda var eftir. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 24 stig og James Jones kom næstur með sextán. Michael Beasley var með fimmtán stig og tólf fráköst. Jason Williams skoraði 25 stig fyrir Orlando og Vince Carter 22 stig.Charlotte vann Toronto, 116-81. Gerald Wallace skoraði 31 stig og tók þrettán fráköst. Stephen Jackson kom næstur hjá Charlotte með 23 stig.Denver vann Minnesota, 124-111. Carmelo Anthony var með 22 stig og Nene sautján stig, átta fráköst og sex stoðsendingar. Þetta var fjórtánda tap Minnesota í fyrstu fimmtán leikjum tímabilsins og þar með versta byrjunin í sögu félagsins.Cleveland vann Detroit, 98-88. LeBron James skoraði 34 stig fyrir Cleveland.Indiana vann LA Clippers, 86-73. Troy Murphy var með átján stig og ellefu fráköst fyrir Indiana, Dahntay Jones var með átján og Brandon Rush þrettán og ellefu fráköst.Boston vann Philadelphia, 113-110. Paul Pierce var með 27 stig, Kevin Garnett nítján og Ray Allen átján.Portland vann New Jersey, 93-83, og þar með tapaði síðarnefnda liðið sínum fimmtánda leik í röð á tímabilinu. Greg Oden var með átján stig og átta fráköst fyrir Portland sem hefur unnið tíu af síðustu tólf leikjum sínum, þar af sex í röð á heimavelli.Sacramento vann New York, 117-97. Donte Green setti niður þrjá þrista í leiknum og skoraði alls 24 stig. San Antonio vann Golden State, 118-104. Tony Parker skoraði 32 stig og Tim Duncan 20 auk þess sem hann tók níu fráköst.Dallas vann Houston, 130-99, þar sem Jason Terry skoraði 27 stig fyrir Dallas. Jason Kidd gaf sjö stoðsendingar í leiknum og er nú komin með alls 10.337 stoðsendingar á ferlinum. Þar með er hann kominn í annað sæti á lista þeirra sem hafa gefið flestar stoðsendingar í sögu NBA-deildarinnar en á þó nokkuð í land með að ná þeim sem á metið. Það er John Stockton sem gaf alls 15.806 stoðsendingar á ferlinum.New Orleans vann Milwaukee, 102-99, í framlengdum leik. David West var með 27 stig og tíu fráköst fyrir New Orleans og nýliðinn Darren Collison átján.Phoenix vann Memphis, 126-111. Amare Stoudemire skoraði 28 stig fyrir Phoenix. NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Sjá meira
Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann afar nauman sigur á grönnum sínum í Orlando, 99-98, þar sem Michael Beasley skoraði umdeilda sigurkörfu í blálokin. Dwyane Wade tók skotið sem átti að tryggja Miami sigurinn. Skotið virtist ætla að geiga en Beasley náði að grípa boltann og troða honum í körfuna. Leikmenn Orlando vildu meina að boltinn hafi enn verið á leiðinni í körfuna og hafi enn verið á niðurleið. Því hafi troðsla Beasley verið ólögleg. En karfan var dæmd góð og gild. Vince Carter kom Orlando yfir með þriggja stiga körfu þegar fjórtán sekúndur voru eftir en Udonis Haslem minnkaði muninn í eitt stig skömmu síðar. Jason Williams hefði svo getað nánast tryggt Orlando sigurinn þegar hann fór á vítalínunni í næstu sókn en hann klikkaði á báðum skotunum. Það nýtti Miami sér og skoraði sigurkörfuna þegar rúm ein sekúnda var eftir. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 24 stig og James Jones kom næstur með sextán. Michael Beasley var með fimmtán stig og tólf fráköst. Jason Williams skoraði 25 stig fyrir Orlando og Vince Carter 22 stig.Charlotte vann Toronto, 116-81. Gerald Wallace skoraði 31 stig og tók þrettán fráköst. Stephen Jackson kom næstur hjá Charlotte með 23 stig.Denver vann Minnesota, 124-111. Carmelo Anthony var með 22 stig og Nene sautján stig, átta fráköst og sex stoðsendingar. Þetta var fjórtánda tap Minnesota í fyrstu fimmtán leikjum tímabilsins og þar með versta byrjunin í sögu félagsins.Cleveland vann Detroit, 98-88. LeBron James skoraði 34 stig fyrir Cleveland.Indiana vann LA Clippers, 86-73. Troy Murphy var með átján stig og ellefu fráköst fyrir Indiana, Dahntay Jones var með átján og Brandon Rush þrettán og ellefu fráköst.Boston vann Philadelphia, 113-110. Paul Pierce var með 27 stig, Kevin Garnett nítján og Ray Allen átján.Portland vann New Jersey, 93-83, og þar með tapaði síðarnefnda liðið sínum fimmtánda leik í röð á tímabilinu. Greg Oden var með átján stig og átta fráköst fyrir Portland sem hefur unnið tíu af síðustu tólf leikjum sínum, þar af sex í röð á heimavelli.Sacramento vann New York, 117-97. Donte Green setti niður þrjá þrista í leiknum og skoraði alls 24 stig. San Antonio vann Golden State, 118-104. Tony Parker skoraði 32 stig og Tim Duncan 20 auk þess sem hann tók níu fráköst.Dallas vann Houston, 130-99, þar sem Jason Terry skoraði 27 stig fyrir Dallas. Jason Kidd gaf sjö stoðsendingar í leiknum og er nú komin með alls 10.337 stoðsendingar á ferlinum. Þar með er hann kominn í annað sæti á lista þeirra sem hafa gefið flestar stoðsendingar í sögu NBA-deildarinnar en á þó nokkuð í land með að ná þeim sem á metið. Það er John Stockton sem gaf alls 15.806 stoðsendingar á ferlinum.New Orleans vann Milwaukee, 102-99, í framlengdum leik. David West var með 27 stig og tíu fráköst fyrir New Orleans og nýliðinn Darren Collison átján.Phoenix vann Memphis, 126-111. Amare Stoudemire skoraði 28 stig fyrir Phoenix.
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Sjá meira