Handbolti

Sigurganga Kiel hélt áfram - Guðjón Valur með 6 mörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson hjá Rhein-Neckar Löwen.
Guðjón Valur Sigurðsson hjá Rhein-Neckar Löwen. Mynd/GettyImages

Sigurganga Alfreðs Gíslasonar og lærisveina hans í Kiel hélt áfram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag eftir eins marks útisigur liðsins á HSV Hamburg, 33-34. Nikola Karabatic skoraði 12 mörk fyrir Kiel sem náði með þessum sigri 12 stiga forustu á Hamburg og Lemgo.

Kiel er búið að vinna 23 deildarleiki í röð og liðið er enn með full hús á útivelli því þetta var tólfti útisigur Kiel í tólf leikjum á þessu tímabili.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen sem vann 39-30 sigur á SG Flensburg-Handewitt . Guðjón Valur skoraði öll mörk sín utan af velli. Rhein-Neckar Löwen er í 6. sætinu 15 stigum á eftir Kiel.

Vignir Svavarsson skoraði 2 mörk í 30-33 tapi Lemgo fyrir Magdeburg á útivelli en Lemgo lék án Loga Geirssonar sem verður ekkert meira með í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×