Landsbankinn flækir skuldavandamálin hjá UK Coal 28. ágúst 2009 09:32 Stærsta kolanámufélag Bretlands, UK Coal, glímir nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Landsbankinn er einn af þremur viðskiptabönkum félagsins og hefur staða Landsbankans flækt samningaviðræður við lánadrottnanna um áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins. Samkvæmt frétt um málið í The Guardian er skilanefnd Landsbankans nú að reyna að losa sig við lánin sem bankinn á útistandandi hjá UK Coal. Miklar niðurfærslur á verðmæti lands í eigu UK Coal hafa leitt til þess að félagið var rekið með 80 milljón punda, eða um 16,5 milljarða kr., tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Af þessum sökum hafa viðskiptabankar UK Coal neyðst til þess að fresta uppgjöri á lánasamningum upp á 72 milljónir punda og eiga í viðræðum við félagið um framlenginu á lánum upp á 100 milljón punda í viðbót sem koma áttu til greiðslu fyrir árslok. Jon Lloyd forstjóri UK Coal segir að samningaviðræður við Lloyds Banking Group og hina bankana tvo gangi vel. „Þeir hafa stutt vel við bakið á rekstri okkar," segir hann. Í Guardian segir hinsvegar: „Vandamál vegna Landsbankans hafa gert þessar samningaviðræður erfiðar. Fjárhagsvandræði bankans neyddu stjórnvöld til að bjarga honum en hann er nú að vinda ofan af lánasöfnum sínum þar á meðal þeirra sem hann veitti UK Coal." Það vekur athygli að endurskoðendur félagsins, PricewaterhouseCoopers, hafa ekki áritað uppgjörið fyrir fyrstu sex mánuði ársins sem bendir til að staða félagsins sé verri en þar komi fram. Greinendur hafa hinsvegar ekki miklar áhyggjur af aukinni skuldasöfnun hjá UK Coal. Þeir telja að verðmæti þess lands sem félagið þarf að afskrifa nú gæti tvöfaldast í verði á næstu fimm árum. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Stærsta kolanámufélag Bretlands, UK Coal, glímir nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Landsbankinn er einn af þremur viðskiptabönkum félagsins og hefur staða Landsbankans flækt samningaviðræður við lánadrottnanna um áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins. Samkvæmt frétt um málið í The Guardian er skilanefnd Landsbankans nú að reyna að losa sig við lánin sem bankinn á útistandandi hjá UK Coal. Miklar niðurfærslur á verðmæti lands í eigu UK Coal hafa leitt til þess að félagið var rekið með 80 milljón punda, eða um 16,5 milljarða kr., tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Af þessum sökum hafa viðskiptabankar UK Coal neyðst til þess að fresta uppgjöri á lánasamningum upp á 72 milljónir punda og eiga í viðræðum við félagið um framlenginu á lánum upp á 100 milljón punda í viðbót sem koma áttu til greiðslu fyrir árslok. Jon Lloyd forstjóri UK Coal segir að samningaviðræður við Lloyds Banking Group og hina bankana tvo gangi vel. „Þeir hafa stutt vel við bakið á rekstri okkar," segir hann. Í Guardian segir hinsvegar: „Vandamál vegna Landsbankans hafa gert þessar samningaviðræður erfiðar. Fjárhagsvandræði bankans neyddu stjórnvöld til að bjarga honum en hann er nú að vinda ofan af lánasöfnum sínum þar á meðal þeirra sem hann veitti UK Coal." Það vekur athygli að endurskoðendur félagsins, PricewaterhouseCoopers, hafa ekki áritað uppgjörið fyrir fyrstu sex mánuði ársins sem bendir til að staða félagsins sé verri en þar komi fram. Greinendur hafa hinsvegar ekki miklar áhyggjur af aukinni skuldasöfnun hjá UK Coal. Þeir telja að verðmæti þess lands sem félagið þarf að afskrifa nú gæti tvöfaldast í verði á næstu fimm árum.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira