Handbolti

Víti Hönnu í leikslok tryggði Haukum stig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði 10 mörk fyrir Hauka í dag.
Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði 10 mörk fyrir Hauka í dag. Mynd/Valli

Hanna Guðrún Stefánsdóttir tryggði Haukunm 30-30 jafntefli á móti Val í N1 deild kvenna í handbolta á Ásvöllum í dag. Þetta var tíunda mark Hönnu í leiknum en hún skoraði það úr vítakasti í lok leiksins.

Haukar eru áfram efstir í deildinni með 32 stig en Stjarnan náði að minnka forskotið um eitt stig með því að vinna 27-23 sigur á Fram í Mýrinni. Nú munar tveimur stigum á liðunum þegar þrjár umferðir eru eftir. Alina Petrache skoraði 9 stig fyrir Stjörnuna í dag.

FH vann 30-23 útisigur á Gróttu fyrr í dag.

Haukar-Valur 30-30 (17-15)

Mörk Hauka: Hanna Guðrún Stefánsdóttir 10, Ramune Pekarskyte 8, Nína Björk Arnfinnsdóttir 6, Nína Kristín Björnsdóttir 4, Erna Þráinsdóttir 1, Ester Óskarsdóttir 1.

Mörk Vals: Eva Barna 8, Hrafnhildur Skúladóttir 8, Hildigunnur Einarsdóttir 7, Drífa Skúladóttir 2, Dagný Skúladóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Kristín Guðmundsdóttir 1.

Stjarnan-Fram 27-23 (13-12)

Mörk Stjörnunnar: Alina Petrache 9, Sólveig Lára Kjærnested 6, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 4, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Kristín Jóhanna Clausen 2, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 1, Unnur Ýr Viðarsdóttir 1.

Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 7, Anett Köbli 7, Pavla Nevratilova 3, Hildur Knútsdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 1, Sara Sigurðardóttir 1, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×