SuperBest í Danmörku seldi 120.000 flöskur af fölsku víni 4. nóvember 2009 08:51 Dagvörukeðjan SuperBest hefur síðan 2007 selt um 120.000 flöskur af fölsku rauðvíni. Í ljós hefur komið að hin dýru ítölsku rauðvín Amarone voru blönduð með ódýrum frönskum borðvínum áður en tappað var á flöskurnar á Ítalíu. Í fréttum um málið í dönskum fjölmiðlum í morgun segir að svikin hafi komið í ljós í september s.l. þegar ítalska lögreglan efndi til umfangsmikilla aðgerða gegn víngarðinum Amarone. Þar var lagt hald á 1,2 milljónir flaska af rauðvíni en í ljós kom að 60% af innihaldi þeirra voru ódýr frönsk borðvín. Gobi Vin sem flutt hefur Amarone vínin inn fyrir SuperBest hefur sett lögfræðing í málið. „Ég hef orðið fyrir áfalli. Þetta er versta upplifun mín á öllum starfsferlinum," segir Peter Sick forstjóri SuperBest í samtali við B.T. „Við erum afskaplega leið yfir því að hafa blekkt viðskiptavini okkar með þessum hætti." Sick bætir því við að svindl sem þetta, að hella ódýrum vínum á dýrar flöskur, sé því miður alltof algengt meðal vínframleiðenda. SuperBest, sem rekur 220 verslanir í Danmörku, hefur endursent 30.000 flöskur af víninu Castello Venezi Amarone. SuperBest hefur látið þau boð út ganga að allir sem hafa keypt Amarone vín hjá keðjunni undanfarin tvö ár geti fengið þau endurgreidd. Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Dagvörukeðjan SuperBest hefur síðan 2007 selt um 120.000 flöskur af fölsku rauðvíni. Í ljós hefur komið að hin dýru ítölsku rauðvín Amarone voru blönduð með ódýrum frönskum borðvínum áður en tappað var á flöskurnar á Ítalíu. Í fréttum um málið í dönskum fjölmiðlum í morgun segir að svikin hafi komið í ljós í september s.l. þegar ítalska lögreglan efndi til umfangsmikilla aðgerða gegn víngarðinum Amarone. Þar var lagt hald á 1,2 milljónir flaska af rauðvíni en í ljós kom að 60% af innihaldi þeirra voru ódýr frönsk borðvín. Gobi Vin sem flutt hefur Amarone vínin inn fyrir SuperBest hefur sett lögfræðing í málið. „Ég hef orðið fyrir áfalli. Þetta er versta upplifun mín á öllum starfsferlinum," segir Peter Sick forstjóri SuperBest í samtali við B.T. „Við erum afskaplega leið yfir því að hafa blekkt viðskiptavini okkar með þessum hætti." Sick bætir því við að svindl sem þetta, að hella ódýrum vínum á dýrar flöskur, sé því miður alltof algengt meðal vínframleiðenda. SuperBest, sem rekur 220 verslanir í Danmörku, hefur endursent 30.000 flöskur af víninu Castello Venezi Amarone. SuperBest hefur látið þau boð út ganga að allir sem hafa keypt Amarone vín hjá keðjunni undanfarin tvö ár geti fengið þau endurgreidd.
Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira