Handbolti

Bo Spellerberg braut fingur en nær samt EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bo Spellerberg er lykilmaður í sókn danska landsliðsins.
Bo Spellerberg er lykilmaður í sókn danska landsliðsins. Mynd/AFP

Danski landsliðsmaðurinn Bo Spellerberg varð fyrir því óláni að fingurbrotna á æfingu með KIF Kolding en harkaði af sér og spilaði á móti FCK í bikarnum um helgina. Ísland er með Danmörku í riðli á EM í Austurríki í janúar en EM er ekki í hættu hjá Spellerberg þrátt fyrir meiðslin.

Brotið var það hreint að Spellerberg sleppur við að fara í aðgerð en verður frá í þrjár til fimm vikur. Danir spila fyrsta leikinn á móti EM á móti heimamönnum í Austurríki 19. janúar eða eftir nákvæmlega sjö vikur.

Spellerberg stefnir að því að spila síðasta leik KIF Kolding fyrir EM-fríið en sá leikur verður á heimavelli á móti AaB Håndbold daginn fyrir gamlársdag. Hann ætlar að æfa þolið grimmt á meðan og verður því í toppformi þegar hann snýr aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×