Botnlanginn veittur í kvöld Júlía Margrét Einardóttir skrifar 26. febrúar 2009 00:01 Hörður Harðarson og Stefán Gunnarsson standa að Botnlanganum þar sem sístu auglýsingar ársins eru verðlaunaðar. Fréttablaðið/GVA Kattaauglýsing Símans þar sem köttur sést gleypa mann er meðal þeirra auglýsinga sem tilnefndar eru sem sístu auglýsingar ársins 2008 á nýrri og vafasamri verðlaunahátíð í kvöld: Botnlanganum. „Ætlunin er ekki að vera með neitt skítkast heldur benda á það sem betur hefði mátt fara," segir Stefán Gunnarsson markaðsmaður en hann ásamt Herði Harðarsyni markaðsmanni og fleirum standa að baki Botnlanganum, verðlaunahátíð þar sem sístu auglýsingar ársins fá viðurkenningu. Það er hefð fyrir því að daginn fyrir Óskarsverðlaunin séu háðungsverðlaunin Razzies veitt þeim kvikmyndum sem lélegastar þykja í Hollywood. Botnlangann 2008 ber því upp daginn áður en Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, eru veitt á Hilton Reykjavík Nordica. „Jú, það má kannski segja að þetta sé hálfgerð gullkind, nema með faglegri áherslu," segir Stefán. „Þannig er 22 manna fagleg dómnefnd, sem í situr starfsfólk auglýsingastofa, framleiðendur, almannatengslar og fleiri, sem velur sístu sjónvarpsauglýsinguna, sístu herferðina og svo er flokkur sem kallast vörumerkjatæring ársins en þar verður það vörumerki valið sem hrapað hefur hvað mest í verðgildi á árinu,“ útskýrir Stefán. Verðlaunin verða send verðlaunahöfum í pósti en tilkynnt verður um úrslit á visir.is og á Stöð 2. Þeir félagar Stefán og Hörður segja að fólki finnist alltaf gaman að tala um auglýsingar. „Fólk hefur alltaf gaman af því að spá og spekúlera í auglýsingum enda er þetta vinsælt sjónvarpsefni hjá ungum sem öldnum. Við vonumst til þess að þessi viðburður geti orðið auglýsingamönnum til gagns og leiðbeiningar frekar en að einhverjir taki þetta nærri sér,“ segir Stefán að lokum. Razzie Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Kattaauglýsing Símans þar sem köttur sést gleypa mann er meðal þeirra auglýsinga sem tilnefndar eru sem sístu auglýsingar ársins 2008 á nýrri og vafasamri verðlaunahátíð í kvöld: Botnlanganum. „Ætlunin er ekki að vera með neitt skítkast heldur benda á það sem betur hefði mátt fara," segir Stefán Gunnarsson markaðsmaður en hann ásamt Herði Harðarsyni markaðsmanni og fleirum standa að baki Botnlanganum, verðlaunahátíð þar sem sístu auglýsingar ársins fá viðurkenningu. Það er hefð fyrir því að daginn fyrir Óskarsverðlaunin séu háðungsverðlaunin Razzies veitt þeim kvikmyndum sem lélegastar þykja í Hollywood. Botnlangann 2008 ber því upp daginn áður en Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, eru veitt á Hilton Reykjavík Nordica. „Jú, það má kannski segja að þetta sé hálfgerð gullkind, nema með faglegri áherslu," segir Stefán. „Þannig er 22 manna fagleg dómnefnd, sem í situr starfsfólk auglýsingastofa, framleiðendur, almannatengslar og fleiri, sem velur sístu sjónvarpsauglýsinguna, sístu herferðina og svo er flokkur sem kallast vörumerkjatæring ársins en þar verður það vörumerki valið sem hrapað hefur hvað mest í verðgildi á árinu,“ útskýrir Stefán. Verðlaunin verða send verðlaunahöfum í pósti en tilkynnt verður um úrslit á visir.is og á Stöð 2. Þeir félagar Stefán og Hörður segja að fólki finnist alltaf gaman að tala um auglýsingar. „Fólk hefur alltaf gaman af því að spá og spekúlera í auglýsingum enda er þetta vinsælt sjónvarpsefni hjá ungum sem öldnum. Við vonumst til þess að þessi viðburður geti orðið auglýsingamönnum til gagns og leiðbeiningar frekar en að einhverjir taki þetta nærri sér,“ segir Stefán að lokum.
Razzie Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira