Góða umferðarhelgi! Kjartan Magnússon skrifar 30. júlí 2009 06:00 Mikil umferð hefur verið um þjóðvegi landsins í sumar enda kjósa margir að ferðast innanlands vegna versnandi efnahags. Við upphaf mestu umferðarhelgi ársins er, til varnaðar, rétt að minna á helstu orsakir banaslysa. Hver og einn getur farið yfir þessi atriði og metið hvort hann þurfi að breyta aksturslagi sínu. Auk banaslysa, valda eftirfarandi þættir fjölda slysa og miklu eignatjóni: Hraðakstur, bílbelti ekki notað, ölvunarakstur, svefn og þreyta, reynsluleysi ökumanns, forgangur ekki virtur, vegur og umhverfi. Orsakir banaslysa tengjast oftast áhættuhegðun ökumanns eða mannlegum mistökum hans. Samkvæmt ársskýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa hefur banaslysum í umferðinni fækkað verulega á síðastliðnum árum. Síðastliðin fimm ár (2004-2008) fórust 100 manns í umferðarslysum á Íslandi en 129 manns á árunum fimm þar á undan (1999-2003). Þrátt fyrir að umferðarslysum hafi fækkað verulega frá árinu 2006, hefur alvarlegum umferðarslysum því miður fjölgað. Í slysaskrá Umferðarstofu eru 128 umferðarslys skráð með miklum meiðslum árið 2006 en 164 árið 2008. Bifhjólaslysum og framan-árekstrum bifreiða fjölgaði mest. Rannsóknarnefndin telur líklegt að á árunum 1998-2008 hefðu 43 lifað af slys, hefðu þeir notað bílbelti. Í mörgum tilvikum kastast fólk út úr ökutækjum og bíður bana eða stórslasast vegna höfuðáverka, sem hljótast af harðri lendingu við jörð eða þegar ökutækið veltur yfir það. Þau dæmi eru sorglega mörg þar sem sjálfur bílinn þolir áreksturinn en fólk lætur lífið þar sem bílbelti voru ekki spennt. Aldrei er nægilega brýnt fyrir vegfarendum að sýna sérstaka varúð þegar ekið er eftir malarvegum, einkum þegar komið er inn á slíka vegi af malbiki. Þar er enn mikilvægara en ella að hægt sé á bifreiðum þegar þær mætast vegna grjótkasts og rykmengunar. Af sömu ástæðu er mjög mikilvægt að menn hægi verulega á sér þegar ekið er framhjá gangandi eða hjólandi vegfarendum á malarvegum. Um leið og hvatt er til aðgæslu í umferðinni minni ég á gamalt spakmæli Skallagríms Kveldúlfssonar, sem enn er í fullu gildi: ,,Gott er heilum vagni heim að aka." Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umferð hefur verið um þjóðvegi landsins í sumar enda kjósa margir að ferðast innanlands vegna versnandi efnahags. Við upphaf mestu umferðarhelgi ársins er, til varnaðar, rétt að minna á helstu orsakir banaslysa. Hver og einn getur farið yfir þessi atriði og metið hvort hann þurfi að breyta aksturslagi sínu. Auk banaslysa, valda eftirfarandi þættir fjölda slysa og miklu eignatjóni: Hraðakstur, bílbelti ekki notað, ölvunarakstur, svefn og þreyta, reynsluleysi ökumanns, forgangur ekki virtur, vegur og umhverfi. Orsakir banaslysa tengjast oftast áhættuhegðun ökumanns eða mannlegum mistökum hans. Samkvæmt ársskýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa hefur banaslysum í umferðinni fækkað verulega á síðastliðnum árum. Síðastliðin fimm ár (2004-2008) fórust 100 manns í umferðarslysum á Íslandi en 129 manns á árunum fimm þar á undan (1999-2003). Þrátt fyrir að umferðarslysum hafi fækkað verulega frá árinu 2006, hefur alvarlegum umferðarslysum því miður fjölgað. Í slysaskrá Umferðarstofu eru 128 umferðarslys skráð með miklum meiðslum árið 2006 en 164 árið 2008. Bifhjólaslysum og framan-árekstrum bifreiða fjölgaði mest. Rannsóknarnefndin telur líklegt að á árunum 1998-2008 hefðu 43 lifað af slys, hefðu þeir notað bílbelti. Í mörgum tilvikum kastast fólk út úr ökutækjum og bíður bana eða stórslasast vegna höfuðáverka, sem hljótast af harðri lendingu við jörð eða þegar ökutækið veltur yfir það. Þau dæmi eru sorglega mörg þar sem sjálfur bílinn þolir áreksturinn en fólk lætur lífið þar sem bílbelti voru ekki spennt. Aldrei er nægilega brýnt fyrir vegfarendum að sýna sérstaka varúð þegar ekið er eftir malarvegum, einkum þegar komið er inn á slíka vegi af malbiki. Þar er enn mikilvægara en ella að hægt sé á bifreiðum þegar þær mætast vegna grjótkasts og rykmengunar. Af sömu ástæðu er mjög mikilvægt að menn hægi verulega á sér þegar ekið er framhjá gangandi eða hjólandi vegfarendum á malarvegum. Um leið og hvatt er til aðgæslu í umferðinni minni ég á gamalt spakmæli Skallagríms Kveldúlfssonar, sem enn er í fullu gildi: ,,Gott er heilum vagni heim að aka." Höfundur er borgarfulltrúi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun