Metávöxtun var á Tryggingarsjóðnum Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. júní 2009 09:30 Samsett mynd „Svona safn á náttúrulega ekki að geta vaxið svona mikið á einu ári og gerir það sjálfsagt aldrei aftur," segir Marteinn Breki Helgason, forstöðumaður eignastýringar MP Banka. Hann vísar þar til ársávöxtunar fjárvörslusafna Tryggingarsjóðs innstæðueigenda sem uxu um 51,3 prósent á árinu. Eignir sjóðsins eru að mestu erlendar og skýrir því fall krónunnar breytinguna að stærstum hluta. Í frammistöðugreiningu Aska Capital á ávöxtun í fjárvörslu fyrir Tryggingarsjóðinn og kynnt var um leið og ársreikningur sjóðsins á föstudag kemur fram að gengisvísitala krónunnar hækkaði um 80,3 prósent í fyrra. Í ársreikningi sjóðsins sem lagður var fram fyrir helgi kemur fram að eignir hans hafi farið úr 8,4 milljörðum króna í árslok 2007 í 16,5 milljarða í lok síðasta árs. Ávöxtun eignasafna Tryggingarsjóðsins er tvískipt, annars vegar á hendi MP Banka og svo Nýja Kaupþings. Þannig hefur hún verið frá ársbyrjun 2007 þegar MP Banki tók við ávöxtun helmings eignanna frá Landsbankanum eftir að sjóðurinn hafði óskað eftir tilboðum í verkið. Töluverður munur er á árangri Nýja Kaupþings og MP Banka í eignastýringu fyrir sjóðinn. Sá síðarnefndi er með 8,4 prósenta umframávöxtun á árinu og heildarávöxtun upp á 61,8 prósent. Kaupþing er með neikvæða umframávöxtun um 12,9 prósent og 40,5 prósenta ávöxtun síns hluta. Marteinn segir að eignastýring MP hafi í fyrra brugðist við váboðum og í raun forðast íslenskar eignir, enda hafi legið fyrir að krónan ætti eftir að veikjast og því hagstætt að vera ekki með allar sínar eignir hér. Hann áréttar hins vegar að mjög stífar reglur gildi um ávöxtun eigna Tryggingarsjóðsins og miklar kvaðir sem þurfi að uppfylla. Þannig heimilar fjárfestingarstefnan hvorki kaup á innlendum hlutabréfum né skuldabréfum fyrirtækja. Innlend ríkisskuldabréf skulu vera 30 til 75 prósent af eignum sjóðsins, erlend ríkisskuldabréf 15 til 55 prósent og erlend hlutabréf núll til 15 prósent. Þá verður vægi ríkisskuldabréfa að vera að minnsta kosti 70 prósent af heildarsafninu. „Við nýttum í rétta átt það svigrúm sem þessi stranga stefna gaf," segir Marteinn og kveður MP hafa viljað nýta eins og kostur var heimild til að fjárfesta í erlendum ríkisskuldabréfum. „Annað sem við gerðum var að hafa hlutabréfaeign í algjöru lágmarki og vorum á sama tíma yfirviktuð í verðtryggðum innlendum ríkisskuldabréfum og líka í erlendum ríkisskuldabréfum," segir hann. Vignir Jónsson, hagfræðingur hjá Askar Capital, segir að þótt nokkru hafi munað á ávöxtun Nýja Kaupþings og MP Banka fyrir Tryggingarsjóðinn í fyrra sé varhugavert að draga of miklar ályktanir af því. „Horfa þarf á lengra tímabil en eitt ár til að bera slíkt saman," segir hann, án þess að vilja draga úr því að ávöxtun hafi verið býsna góð hjá Tryggingarsjóðnum í fyrra. „Og má í raun segja að fjárfestingarstefna sjóðsins hafi sannað gildi sitt í fyrra. Þar miðar allt við að sjóðurinn fari í mjög varkárar eignir." Eftir samruna við Ráðgjöf og efnahagsspár tóku Askar við því verkefni að vinna með Tryggingarsjóðnum í að móta fjárfestingarstefnu og hafa eftirlit með þeim sem stýra eignum fyrir sjóðinn. „Svo höfum við líka metið tilboð í eignastýringu og slíkt," bætir Vignir við. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Sjá meira
„Svona safn á náttúrulega ekki að geta vaxið svona mikið á einu ári og gerir það sjálfsagt aldrei aftur," segir Marteinn Breki Helgason, forstöðumaður eignastýringar MP Banka. Hann vísar þar til ársávöxtunar fjárvörslusafna Tryggingarsjóðs innstæðueigenda sem uxu um 51,3 prósent á árinu. Eignir sjóðsins eru að mestu erlendar og skýrir því fall krónunnar breytinguna að stærstum hluta. Í frammistöðugreiningu Aska Capital á ávöxtun í fjárvörslu fyrir Tryggingarsjóðinn og kynnt var um leið og ársreikningur sjóðsins á föstudag kemur fram að gengisvísitala krónunnar hækkaði um 80,3 prósent í fyrra. Í ársreikningi sjóðsins sem lagður var fram fyrir helgi kemur fram að eignir hans hafi farið úr 8,4 milljörðum króna í árslok 2007 í 16,5 milljarða í lok síðasta árs. Ávöxtun eignasafna Tryggingarsjóðsins er tvískipt, annars vegar á hendi MP Banka og svo Nýja Kaupþings. Þannig hefur hún verið frá ársbyrjun 2007 þegar MP Banki tók við ávöxtun helmings eignanna frá Landsbankanum eftir að sjóðurinn hafði óskað eftir tilboðum í verkið. Töluverður munur er á árangri Nýja Kaupþings og MP Banka í eignastýringu fyrir sjóðinn. Sá síðarnefndi er með 8,4 prósenta umframávöxtun á árinu og heildarávöxtun upp á 61,8 prósent. Kaupþing er með neikvæða umframávöxtun um 12,9 prósent og 40,5 prósenta ávöxtun síns hluta. Marteinn segir að eignastýring MP hafi í fyrra brugðist við váboðum og í raun forðast íslenskar eignir, enda hafi legið fyrir að krónan ætti eftir að veikjast og því hagstætt að vera ekki með allar sínar eignir hér. Hann áréttar hins vegar að mjög stífar reglur gildi um ávöxtun eigna Tryggingarsjóðsins og miklar kvaðir sem þurfi að uppfylla. Þannig heimilar fjárfestingarstefnan hvorki kaup á innlendum hlutabréfum né skuldabréfum fyrirtækja. Innlend ríkisskuldabréf skulu vera 30 til 75 prósent af eignum sjóðsins, erlend ríkisskuldabréf 15 til 55 prósent og erlend hlutabréf núll til 15 prósent. Þá verður vægi ríkisskuldabréfa að vera að minnsta kosti 70 prósent af heildarsafninu. „Við nýttum í rétta átt það svigrúm sem þessi stranga stefna gaf," segir Marteinn og kveður MP hafa viljað nýta eins og kostur var heimild til að fjárfesta í erlendum ríkisskuldabréfum. „Annað sem við gerðum var að hafa hlutabréfaeign í algjöru lágmarki og vorum á sama tíma yfirviktuð í verðtryggðum innlendum ríkisskuldabréfum og líka í erlendum ríkisskuldabréfum," segir hann. Vignir Jónsson, hagfræðingur hjá Askar Capital, segir að þótt nokkru hafi munað á ávöxtun Nýja Kaupþings og MP Banka fyrir Tryggingarsjóðinn í fyrra sé varhugavert að draga of miklar ályktanir af því. „Horfa þarf á lengra tímabil en eitt ár til að bera slíkt saman," segir hann, án þess að vilja draga úr því að ávöxtun hafi verið býsna góð hjá Tryggingarsjóðnum í fyrra. „Og má í raun segja að fjárfestingarstefna sjóðsins hafi sannað gildi sitt í fyrra. Þar miðar allt við að sjóðurinn fari í mjög varkárar eignir." Eftir samruna við Ráðgjöf og efnahagsspár tóku Askar við því verkefni að vinna með Tryggingarsjóðnum í að móta fjárfestingarstefnu og hafa eftirlit með þeim sem stýra eignum fyrir sjóðinn. „Svo höfum við líka metið tilboð í eignastýringu og slíkt," bætir Vignir við.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Sjá meira