Meistarinn Rossi afskrifar Formúlu 1 4. febrúar 2009 09:43 Valentino Rossi prófaði Ferrari í fyrra og 2006, en hefur endanlega valið að keppa frekar á mótorhjólum. mynd: kappakstur.is Mótorhjólameistarinn Valentino Rossi telur að hann hafi glatað tækifærinu á að komast í Formúlu 1, en Ferrari vildi fá hann til liðsins 2007 eftir prófanir. Rossi kaus að halda áfram á mótorhjólum og þó Rossi hafi prófað Ferrari á ný í lok síðsta árs, þá telur hann sjálfur að möguleiki á að hann fari í Formúlu 1 séu úr sögunni. "Ég átti tækifæri en valdi mótorhjólin og tel að ég fái ekki annan sjéns. Mér fannst frábært að keyra Ferrari bílinn og tel að ég hafi verið fljótur", sagði Rossi, en hann verður 30 ára á árinu. Hann var rúmlega sekúndu á eftir besta tíma Kimi Raikkönen á Firano brautinni á Ítalíu. Ferrari menn var mjög hrifnir af aksturstlækni Rossi sem er margfaldur mótorhjólameistari. "Ég valdi mótorhjólin umfram Formúlu 1 árið 2006 og vissulega spái ég stundum í það hvort ég hafi valið rétt að halda áfram á mótorhjólum. En eftir stendur að ég hef áhuga á rallakstri. Hef haft það frá því ég var gutti. Trúega mun ég keppa í rallakstri þegar ég hætti að keppa á mótorhjólum. En ég keppi á þeim í nokkur ár í viðbót", sagði Rossi. Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mótorhjólameistarinn Valentino Rossi telur að hann hafi glatað tækifærinu á að komast í Formúlu 1, en Ferrari vildi fá hann til liðsins 2007 eftir prófanir. Rossi kaus að halda áfram á mótorhjólum og þó Rossi hafi prófað Ferrari á ný í lok síðsta árs, þá telur hann sjálfur að möguleiki á að hann fari í Formúlu 1 séu úr sögunni. "Ég átti tækifæri en valdi mótorhjólin og tel að ég fái ekki annan sjéns. Mér fannst frábært að keyra Ferrari bílinn og tel að ég hafi verið fljótur", sagði Rossi, en hann verður 30 ára á árinu. Hann var rúmlega sekúndu á eftir besta tíma Kimi Raikkönen á Firano brautinni á Ítalíu. Ferrari menn var mjög hrifnir af aksturstlækni Rossi sem er margfaldur mótorhjólameistari. "Ég valdi mótorhjólin umfram Formúlu 1 árið 2006 og vissulega spái ég stundum í það hvort ég hafi valið rétt að halda áfram á mótorhjólum. En eftir stendur að ég hef áhuga á rallakstri. Hef haft það frá því ég var gutti. Trúega mun ég keppa í rallakstri þegar ég hætti að keppa á mótorhjólum. En ég keppi á þeim í nokkur ár í viðbót", sagði Rossi.
Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira