Umfjöllun: Hart barist í grannaslag Vals og Fram Ómar Þorgeirsson skrifar 25. nóvember 2009 20:59 Það var hart tekist á í Vodafonehöllinni í kvöld. Mynd/Vilhelm Það vantar sjaldan upp á baráttuna þegar erkifjendurnir Valur og Fram mætast í kappleikjum og leikur Vals og Fram í N1-deild kvenna í handbolta í kvöld var engin undantekning. Leikurinn var hörkuspennandi og endaði með jafntefli, 21-21, en staðan var 11-10 Val í vil í hálfleik. Gestirnir í Fram mættu hins vegar betur stemdari til leiks í vægast sagt kaflaskiptum fyrri hálfleik og komust fljótlega í 1-5 forystu. Það reyndist aftur á móti skammgóður vermir því Valsstúlkur hrukku þá í gang og skoruðu hvorki fleiri né færri en átta mörk í röð og breyttu stöðunni í 9-5. Markvörðuinn Íris Björk Símonardóttir sá þó til þess að Fram náði að klóra sig aftur inn í leikinn en hún varði 18 skot í skrautlegum fyrri hálfleiknum. Staðan var 11-10 Val í vil þegar hálfleiksflautan gall og leikmenn gáfu ekkert eftir eins og gjarnan tíðkast þegar þessi lið mætast. Síðari hálfleikurinn var mjög jafn og spennandi en Fram var þó skrefinu á undan lengi vel og staðan var til að mynda 17-19 þegar um tíu mínútur lifðu leiks. Munurinn var enn tvö mörk þegar fimm mínútur voru eftir á leikklukkunni en þá fylgdu tvö mörk í röð hjá Val. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Hildur Þorgeirsdóttir kom Fram í 20-21 og gestirnir í fínni stöðu til þess að hirða þau stig sem í boði voru en Kristín Guðmundsdóttir var á öðru máli og jafnaði leikinn 21-21 og það reyndist niðurstaðan. Bæði lið voru að spila góða vörn og fengu í kjölfarið fína markvörslu en sóknarleikur liðanna var frekar tilviljunarkenndur og lítið um hraðaupphlaup miðað við að bæði liðin eru með mjög hraða leikmenn í sínum röðum. Valur er enn taplaust í deildinni og aðeins stigi á eftir toppliði Stjörnunnar en Fram er svo stigi á eftir Val. Leikurinn í kvöld undirstrikar annars bara enn og aftur þá hörðu baráttu sem á eftir að vera í toppslag N1-deildar kvenna og fróðlegt að sjá hvaða lið mun reynast hlutskarpast þegar upp er staðið.Tölfræðin:Valur-Fram 21-21 (11-10)Mörk Vals (skot): Kristín Guðmundsdóttir 4 (8), Hrafnhildur Skúladóttir 4/1 (11/3), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (7), Katrín Andrésdóttir 3 (7/1), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (2), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 2 (5).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 16 (21/4, 43%)Hraðaupphlaup: 3 (Íris Ásta, Hildigunnur, Kristín)Fiskuð víti: 4 (Rebekka Rut 2, Hildigunnur, Anna Úrsúla)Utan vallar: 10 mínúturMörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 5/3 (13/4), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 4 (6), Stella Sigurðardóttir 4/1 (14/2), Pavla Nevarilova 2 (2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (3), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (3), Marthe Sördal 2 (3).Varin skot: Írís Björk Símonardóttir 25/1 (21/1, 53%).Hraðaupphlaup: 4 (Marthe 2, Karen, Pavla)Fiskuð víti: 6 (Pavla 4, Anna María, Marthe)Utan vallar: 8 mínútur Olís-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira
Það vantar sjaldan upp á baráttuna þegar erkifjendurnir Valur og Fram mætast í kappleikjum og leikur Vals og Fram í N1-deild kvenna í handbolta í kvöld var engin undantekning. Leikurinn var hörkuspennandi og endaði með jafntefli, 21-21, en staðan var 11-10 Val í vil í hálfleik. Gestirnir í Fram mættu hins vegar betur stemdari til leiks í vægast sagt kaflaskiptum fyrri hálfleik og komust fljótlega í 1-5 forystu. Það reyndist aftur á móti skammgóður vermir því Valsstúlkur hrukku þá í gang og skoruðu hvorki fleiri né færri en átta mörk í röð og breyttu stöðunni í 9-5. Markvörðuinn Íris Björk Símonardóttir sá þó til þess að Fram náði að klóra sig aftur inn í leikinn en hún varði 18 skot í skrautlegum fyrri hálfleiknum. Staðan var 11-10 Val í vil þegar hálfleiksflautan gall og leikmenn gáfu ekkert eftir eins og gjarnan tíðkast þegar þessi lið mætast. Síðari hálfleikurinn var mjög jafn og spennandi en Fram var þó skrefinu á undan lengi vel og staðan var til að mynda 17-19 þegar um tíu mínútur lifðu leiks. Munurinn var enn tvö mörk þegar fimm mínútur voru eftir á leikklukkunni en þá fylgdu tvö mörk í röð hjá Val. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Hildur Þorgeirsdóttir kom Fram í 20-21 og gestirnir í fínni stöðu til þess að hirða þau stig sem í boði voru en Kristín Guðmundsdóttir var á öðru máli og jafnaði leikinn 21-21 og það reyndist niðurstaðan. Bæði lið voru að spila góða vörn og fengu í kjölfarið fína markvörslu en sóknarleikur liðanna var frekar tilviljunarkenndur og lítið um hraðaupphlaup miðað við að bæði liðin eru með mjög hraða leikmenn í sínum röðum. Valur er enn taplaust í deildinni og aðeins stigi á eftir toppliði Stjörnunnar en Fram er svo stigi á eftir Val. Leikurinn í kvöld undirstrikar annars bara enn og aftur þá hörðu baráttu sem á eftir að vera í toppslag N1-deildar kvenna og fróðlegt að sjá hvaða lið mun reynast hlutskarpast þegar upp er staðið.Tölfræðin:Valur-Fram 21-21 (11-10)Mörk Vals (skot): Kristín Guðmundsdóttir 4 (8), Hrafnhildur Skúladóttir 4/1 (11/3), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (7), Katrín Andrésdóttir 3 (7/1), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (2), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 2 (5).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 16 (21/4, 43%)Hraðaupphlaup: 3 (Íris Ásta, Hildigunnur, Kristín)Fiskuð víti: 4 (Rebekka Rut 2, Hildigunnur, Anna Úrsúla)Utan vallar: 10 mínúturMörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 5/3 (13/4), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 4 (6), Stella Sigurðardóttir 4/1 (14/2), Pavla Nevarilova 2 (2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (3), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (3), Marthe Sördal 2 (3).Varin skot: Írís Björk Símonardóttir 25/1 (21/1, 53%).Hraðaupphlaup: 4 (Marthe 2, Karen, Pavla)Fiskuð víti: 6 (Pavla 4, Anna María, Marthe)Utan vallar: 8 mínútur
Olís-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira