Kaupþing flutti 90 milljarða kr. frá Mön til London fyrir hrunið 4. febrúar 2009 08:57 Forstjóri fjármálaeftirlitsins á Mön segir að skömmu fyrir hrun íslensku bankanna hafi Kaupþing flutt 550 milljónir punda eða rúmlega 90 milljarða kr.úr útibúi sínu á eyjunni og yfir til London. Þetta gerðist skömmu fyrir hrun íslensku bankanna og frystingu eigna þeirra á Bretlandi í kjölfarið. Þetta kom fram í máli forstjórans, John Aspden, í vitnaleiðslur fyrir þingnefnd þeirri á breska þinginu sem nú rannsakar orsakir bankakreppunnar þar í landi. Aspden segir að fjármálaeftirlit Manar hafi haft miklar áhyggjur af stöðu Kaupþings og Singer & Friedlander þegar í mars á síðasta ári. Hann segir að þá þegar hafi embætti hans reynt að draga úr áhættu bankans af Íslandi og hafi hann óskað leiðsagnar í málinu frá breska fjármálaeftirlitinu (FSA) næstu tvo mánuðina. Fram kemur í máli Aspden að fjármálaeftirlit Manar hafi samþykkt á endanum að fyrrgreind 550 milljón pund yrðu flutt til London þar sem þeir hafi verið fullvissaðir um að það væri í lagi af FSA. Taldi FSA að féið væri öruggari ef það væri geymt í London. Þessi upphæð, 550 milljónir punda, voru um helmingur eigna Singer & Friedlander á Mön. Upphæðin fraus svo inni í London í október í kjölfar aðgerða breskra stjórnvalda gegn íslensku bönkunum. Á Mön sitja svo um 8.000 eyjaskeggjar, sem áttu innlánsreikninga í Singer & Friedlander, með sárt ennið þar sem bresk stjórnvöld hafa neitað að tryggja innistæður þeirra. Þær eru taldar nema rúmlega 800 milljónum punda. Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Forstjóri fjármálaeftirlitsins á Mön segir að skömmu fyrir hrun íslensku bankanna hafi Kaupþing flutt 550 milljónir punda eða rúmlega 90 milljarða kr.úr útibúi sínu á eyjunni og yfir til London. Þetta gerðist skömmu fyrir hrun íslensku bankanna og frystingu eigna þeirra á Bretlandi í kjölfarið. Þetta kom fram í máli forstjórans, John Aspden, í vitnaleiðslur fyrir þingnefnd þeirri á breska þinginu sem nú rannsakar orsakir bankakreppunnar þar í landi. Aspden segir að fjármálaeftirlit Manar hafi haft miklar áhyggjur af stöðu Kaupþings og Singer & Friedlander þegar í mars á síðasta ári. Hann segir að þá þegar hafi embætti hans reynt að draga úr áhættu bankans af Íslandi og hafi hann óskað leiðsagnar í málinu frá breska fjármálaeftirlitinu (FSA) næstu tvo mánuðina. Fram kemur í máli Aspden að fjármálaeftirlit Manar hafi samþykkt á endanum að fyrrgreind 550 milljón pund yrðu flutt til London þar sem þeir hafi verið fullvissaðir um að það væri í lagi af FSA. Taldi FSA að féið væri öruggari ef það væri geymt í London. Þessi upphæð, 550 milljónir punda, voru um helmingur eigna Singer & Friedlander á Mön. Upphæðin fraus svo inni í London í október í kjölfar aðgerða breskra stjórnvalda gegn íslensku bönkunum. Á Mön sitja svo um 8.000 eyjaskeggjar, sem áttu innlánsreikninga í Singer & Friedlander, með sárt ennið þar sem bresk stjórnvöld hafa neitað að tryggja innistæður þeirra. Þær eru taldar nema rúmlega 800 milljónum punda.
Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira