Sjö áhorfendur slösuðust á kappakstri 27. apríl 2009 10:12 Carl Edwards kastaðist á varnargirðingu á Talladega brautinni í gær. Mynd: Getty Images Það fór betur en áhorfðist á Nascar kappakstri í Talladega í Bandaríkjunum í gær. Keppnisbíll kastaðist á varnargirðingu fyrir framan áhorfendur, en sjö þeirra slösuðust þegar brot úr bílnum þeyttust í hóp áhorfenda. Nascar er vinsælasta akstursíþróttin vestan hafs og keppt um hverja helgi. Mikill slagur var um fyrsta sætið og reyndi Carl Edwards að verjast sókn Brad Keselowski í síðasta hring mótsins. Þeir skullu saman, Edwards snerist í veg fyrir Ryan Newman sem varð til þess að Edwards tókst á loft og skall á varnargirðingu. Sjö áhorfendur hlutu minniháttar meiðsl, en ein kona var flutt á spítala með þyrlu vegna áverka í andliti. Edwards slapp ómeiddur og Keselowski vann sigur í mótinu. "Það var leiðinlegt að vinna á þennan hátt, en Edwards ók í veg fyrir mig og olli þessu óhappi í síðasta hring. Ég horfði á hann velta í baksýninspeglinum, en hann þekkir reglurnar eins og ég. Hefði átt að vita vetur", sagði Keselowski eftir keppnina. Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn Juan Pablo Montoya var fremstur á ráslínu en lét ekki að sér kveða um helgina. Staðan í Nascar1. Kurt Busch 1299 2. Jeff Gordon 1294 3. Jimmie Johnson 1235 4. Tony Stewart 1232 5. Denny Hamlin 1190 6. Kyle Busch 1124 7. Carl Edwards 1119 8. Clint Bowyer 1098 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Það fór betur en áhorfðist á Nascar kappakstri í Talladega í Bandaríkjunum í gær. Keppnisbíll kastaðist á varnargirðingu fyrir framan áhorfendur, en sjö þeirra slösuðust þegar brot úr bílnum þeyttust í hóp áhorfenda. Nascar er vinsælasta akstursíþróttin vestan hafs og keppt um hverja helgi. Mikill slagur var um fyrsta sætið og reyndi Carl Edwards að verjast sókn Brad Keselowski í síðasta hring mótsins. Þeir skullu saman, Edwards snerist í veg fyrir Ryan Newman sem varð til þess að Edwards tókst á loft og skall á varnargirðingu. Sjö áhorfendur hlutu minniháttar meiðsl, en ein kona var flutt á spítala með þyrlu vegna áverka í andliti. Edwards slapp ómeiddur og Keselowski vann sigur í mótinu. "Það var leiðinlegt að vinna á þennan hátt, en Edwards ók í veg fyrir mig og olli þessu óhappi í síðasta hring. Ég horfði á hann velta í baksýninspeglinum, en hann þekkir reglurnar eins og ég. Hefði átt að vita vetur", sagði Keselowski eftir keppnina. Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn Juan Pablo Montoya var fremstur á ráslínu en lét ekki að sér kveða um helgina. Staðan í Nascar1. Kurt Busch 1299 2. Jeff Gordon 1294 3. Jimmie Johnson 1235 4. Tony Stewart 1232 5. Denny Hamlin 1190 6. Kyle Busch 1124 7. Carl Edwards 1119 8. Clint Bowyer 1098
Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira