Fjórtán marka sigur Rúmeníu Elvar Geir Magnússon í Laugardalshöll skrifar 1. júní 2008 14:38 Rakel Dögg Bragadóttir. Rúmenska kvennalandsliðið vann fjórtán marka sigur gegn því íslenska í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var fyrri leikur þessara liða um laust sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins. Leikurinn endaði 23-37 en yfirburðir Rúmeníu í fyrri hálfleik voru algjörir og staðan 8-21 í leikhléi. Markaskorarar Íslands: Dagný Skúladóttir 5, Hanna Stefánsdóttir 5 (3 víti), Sólveig Lára Kjærnested 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 2, Stella Sigurðardóttir 2, Rakel Dögg Bragadóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1. Varin skot: Berglind Hansdóttir 18 (2 víti). Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má sjá hana hér að neðan. 16:21 Leik er lokið. 23-37. 16:17 Stuðningsmaður Rúmeníu með fánalitana málaða í andlitið hljóp fyrir framan stuðningsmenn Íslands veifandi rúmenska fánanum. Rúmenar farnir að fagna sigri enda aðeins þrjár mínútur eftir. 16:16 Berglind varði annað víti. Rúmenar með fjórtán marka forskot þegar Júlíus Jónasson tekur leikhlé. 16:14 Berglind Hansdóttir að verja víti. Komin með sautján bolta. Fimm mínútur eru eftir af leiknum. 20-33. 16:10 Staðan er 19-33. 16:08 Hanna að skora af vítalínunni sitt fjórða mark. Neðst á síðunni má fylgjast með markaskorurum íslenska liðsins. 16:04 Fjórtán marka forystu rúmenska liðsins sem er einfaldlega númeri of stórt fyrir það íslenska. Berglind Hansdóttir er farin að finna sig í markinu og komin með 15 skot varin. 16:00 Dagný Skúladóttir hefur átt fínan leik og er markahæst í íslenska liðinu með fjögur mörk. 15:58 Rúmenska liðið aftur komið í gírinn. 12-27. 15:53 Hanna Stefánsdóttir komin með þrjú mörk og Sólveig og Sunna hafa skorað tvö mörk. Skásti leikkafli íslenska liðsins hingað til. 11-24. 15:48 Seinni hálfleikur er hafinn. Rúmenska liðið heldur uppteknum hætti og skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks. 8-22 15:35 Hálfleikur. Rúmenía er að rúlla yfir Ísland. 8-21. Markaskorarar Íslands í fyrri hálfleik: Dagný Skúladóttir 2, Hanna Stefánsdóttir 3 (1 víti), Rakel Dögg Bragadóttir 1, Sólveig Lára Kjærnested 1, Sunna María Einarsdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1. Varin skot í fyrri hálfleik: Berglind Hansdóttir 5. 15:33 Hildigunnur Einarsdóttir komin á blað en Rúmenía með ellefu marka forskot. Hvar endar þetta eiginlega? Staðan 8-19. 15:29 Sunna María Einarsdóttir skorar langþráð íslenskt mark og kemst á blað. Rúmenía svarar með tveimur mörkum 7-18. 15:28 Sex í röð! 15:27 Fimm mörk í röð hjá Rúmeníu. Íslenska liðið nær lítið að athafna sig í sóknarleiknum og það rúmenska er bara að keyra yfir þetta. 6-15. 15:23 Sólveig Lára Kjærnested komin á blað en Rúmenía er með góð tök á þessu. Sex marka munur 6-12. 15:19 Dagný Skúladóttir komin með tvö mörk. Einnig Hanna Stefánsdóttir, annað þeirra úr víti. Rúmenía leiðir, staðan 5-9. 15:15 ...og þriðja markið í röð. Júlíus Jónasson tekur á það ráð að taka leikhlé. 3-7 og þrettán mínútur liðnar af leiknum. 15:13 Rúmenska liðið hefur skorað tvö mörk í röð. 3-6. 15:11 Dagný Skúladóttir skoraði annað mark Íslands eftir frábæra sendingu frá Önnu Úrsúlu. Hanna Stefánsdóttir minnkaði síðan muninn í 3-4. 15:08 Sóknarleikur íslenska liðsins gengur frekar brösuglega. Rakel Dögg Bragadóttir hefur tekið tvö víti og misnotað þau bæði. Staðan 1-4. 15:06 Rakel skoraði fyrsta mark Íslands. 15:05 Rakel Dögg Bragadóttir misnotaði vítakast hér rétt áðan. Rúmenska liðið fékk vítakast hinumegin og nýtti það. 0-2. 15:02 Berglind Hansdóttir varði fyrsta skot leiksins. Rakel Dögg Bragadóttir átti fyrsta skot íslenska liðsins en það var varið. Rúmenska liðið fór í sókn og skoraði fyrsta mark leiksins 0-1. 15:00 Leikurinn er farinn af stað hér í Laugardalshöll og stemningin á pöllunum er fín. Það er slatti af Rúmenum á pöllunum sem eru vel merktir sínu liði. _____________________________ Markaskorarar Íslands: Dagný Skúladóttir 5, Hanna Stefánsdóttir 5 (3 víti), Sólveig Lára Kjærnested 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 2, Stella Sigurðardóttir 2, Rakel Dögg Bragadóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1. Varin skot: Berglind Hansdóttir 18 (2 víti). Íslenski handboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira
Rúmenska kvennalandsliðið vann fjórtán marka sigur gegn því íslenska í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var fyrri leikur þessara liða um laust sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins. Leikurinn endaði 23-37 en yfirburðir Rúmeníu í fyrri hálfleik voru algjörir og staðan 8-21 í leikhléi. Markaskorarar Íslands: Dagný Skúladóttir 5, Hanna Stefánsdóttir 5 (3 víti), Sólveig Lára Kjærnested 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 2, Stella Sigurðardóttir 2, Rakel Dögg Bragadóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1. Varin skot: Berglind Hansdóttir 18 (2 víti). Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má sjá hana hér að neðan. 16:21 Leik er lokið. 23-37. 16:17 Stuðningsmaður Rúmeníu með fánalitana málaða í andlitið hljóp fyrir framan stuðningsmenn Íslands veifandi rúmenska fánanum. Rúmenar farnir að fagna sigri enda aðeins þrjár mínútur eftir. 16:16 Berglind varði annað víti. Rúmenar með fjórtán marka forskot þegar Júlíus Jónasson tekur leikhlé. 16:14 Berglind Hansdóttir að verja víti. Komin með sautján bolta. Fimm mínútur eru eftir af leiknum. 20-33. 16:10 Staðan er 19-33. 16:08 Hanna að skora af vítalínunni sitt fjórða mark. Neðst á síðunni má fylgjast með markaskorurum íslenska liðsins. 16:04 Fjórtán marka forystu rúmenska liðsins sem er einfaldlega númeri of stórt fyrir það íslenska. Berglind Hansdóttir er farin að finna sig í markinu og komin með 15 skot varin. 16:00 Dagný Skúladóttir hefur átt fínan leik og er markahæst í íslenska liðinu með fjögur mörk. 15:58 Rúmenska liðið aftur komið í gírinn. 12-27. 15:53 Hanna Stefánsdóttir komin með þrjú mörk og Sólveig og Sunna hafa skorað tvö mörk. Skásti leikkafli íslenska liðsins hingað til. 11-24. 15:48 Seinni hálfleikur er hafinn. Rúmenska liðið heldur uppteknum hætti og skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks. 8-22 15:35 Hálfleikur. Rúmenía er að rúlla yfir Ísland. 8-21. Markaskorarar Íslands í fyrri hálfleik: Dagný Skúladóttir 2, Hanna Stefánsdóttir 3 (1 víti), Rakel Dögg Bragadóttir 1, Sólveig Lára Kjærnested 1, Sunna María Einarsdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1. Varin skot í fyrri hálfleik: Berglind Hansdóttir 5. 15:33 Hildigunnur Einarsdóttir komin á blað en Rúmenía með ellefu marka forskot. Hvar endar þetta eiginlega? Staðan 8-19. 15:29 Sunna María Einarsdóttir skorar langþráð íslenskt mark og kemst á blað. Rúmenía svarar með tveimur mörkum 7-18. 15:28 Sex í röð! 15:27 Fimm mörk í röð hjá Rúmeníu. Íslenska liðið nær lítið að athafna sig í sóknarleiknum og það rúmenska er bara að keyra yfir þetta. 6-15. 15:23 Sólveig Lára Kjærnested komin á blað en Rúmenía er með góð tök á þessu. Sex marka munur 6-12. 15:19 Dagný Skúladóttir komin með tvö mörk. Einnig Hanna Stefánsdóttir, annað þeirra úr víti. Rúmenía leiðir, staðan 5-9. 15:15 ...og þriðja markið í röð. Júlíus Jónasson tekur á það ráð að taka leikhlé. 3-7 og þrettán mínútur liðnar af leiknum. 15:13 Rúmenska liðið hefur skorað tvö mörk í röð. 3-6. 15:11 Dagný Skúladóttir skoraði annað mark Íslands eftir frábæra sendingu frá Önnu Úrsúlu. Hanna Stefánsdóttir minnkaði síðan muninn í 3-4. 15:08 Sóknarleikur íslenska liðsins gengur frekar brösuglega. Rakel Dögg Bragadóttir hefur tekið tvö víti og misnotað þau bæði. Staðan 1-4. 15:06 Rakel skoraði fyrsta mark Íslands. 15:05 Rakel Dögg Bragadóttir misnotaði vítakast hér rétt áðan. Rúmenska liðið fékk vítakast hinumegin og nýtti það. 0-2. 15:02 Berglind Hansdóttir varði fyrsta skot leiksins. Rakel Dögg Bragadóttir átti fyrsta skot íslenska liðsins en það var varið. Rúmenska liðið fór í sókn og skoraði fyrsta mark leiksins 0-1. 15:00 Leikurinn er farinn af stað hér í Laugardalshöll og stemningin á pöllunum er fín. Það er slatti af Rúmenum á pöllunum sem eru vel merktir sínu liði. _____________________________ Markaskorarar Íslands: Dagný Skúladóttir 5, Hanna Stefánsdóttir 5 (3 víti), Sólveig Lára Kjærnested 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 2, Stella Sigurðardóttir 2, Rakel Dögg Bragadóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1. Varin skot: Berglind Hansdóttir 18 (2 víti).
Íslenski handboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira