Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar.Mynd/GVA
Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um 10.9 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Ein viðskipti upp á 2.338 krónur skýra fallið. Viðskipti eru afar fá í Kauphöllinni nú í morgunsárið, eða upp á rúmar 1,2 milljónir króna. Gengi bréfa í Bakkavör stendur nú í fimm krónum á hlut. Þá hefur gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri lækkað lítillega, eða um 0,59prósent. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,73 prósent í byrjun dags og stendur í 654 stigum.