Hlustar á Megas og Pearl Jam til að koma sér í gírinn 21. apríl 2008 13:43 Hlynur Bæringsson og félagar verða nauðsynlega að sigra í kvöld Mynd/Daniel Hlynur Bæringsson og félagar hans í liði Snæfells eiga erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar þeir verja heimavöll sinn gegn Keflvíkingum í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildarinnar. Keflvíkingar fóru með nauman sigur af hólmi í fyrsta leiknum á heimavelli sínum 81-79. Leikurinn var í járnum frá fyrstu mínútu og Hlynur á ekki von á að verði stórar breytingar þar á fyrir leikinn í kvöld. "Það var ekkert stórkostlegt sem fór úrskeiðis hjá okkur í síðasta leik, einna helst tapaðir boltar í fyrri hálfleik. Annars var ekki um neitt stórslys að ræða hjá öðru hvoru liðinu - þetta er bara spurning um hvoru megin þetta lendir," sagði Hlynur þegar Vísir náði tali af honum í dag. Hætt er við því að bekkurinn verði þétt setinn í Stykkishólmi í kvöld þegar liðin mætast öðru sinni, en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 20. Við spurðum Hlyn hvernig hann færi að því að koma sér í gírinn fyrir leiki, en eins og flestir vita er Hlynur mikill stríðsmaður á velli. "Maður passar bara að hvíla sig vel og borða góðan hafragraut í morgunmat. Svo tekur maður súpu í hádeginu og reynir að ná sér í smá orkublund seinnipartinn til að hlaða sig. Svo hlusta ég á Megas fyrr um daginn og svo Pearl Jam þegar nær dregur leik. Þetta eru rosalega leiðinlegir dagar þessir leikdagar. Þegar kemur svo í leikinn verður maður að finna réttu blönduna. Maður má ekki vera of rólegur og ekki of æstur," sagði Hlynur, en segist ekki vera hjátrúarfullur. "Mín hjátrú er sú að það sé bölvun að vera hjátrúarfullur. Mér finnst alltaf hálfkjánalegt þegar menn segjast hafa unnið leik af því þeir fóru í gamlar nærbuxur eða eitthvað svoleiðis. Ég held að skipti mestu máli að vera vel nærður og hvíldur fyrir þessa leiki," sagði Hlynur léttur í bragði. Dominos-deild karla Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Hlynur Bæringsson og félagar hans í liði Snæfells eiga erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar þeir verja heimavöll sinn gegn Keflvíkingum í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildarinnar. Keflvíkingar fóru með nauman sigur af hólmi í fyrsta leiknum á heimavelli sínum 81-79. Leikurinn var í járnum frá fyrstu mínútu og Hlynur á ekki von á að verði stórar breytingar þar á fyrir leikinn í kvöld. "Það var ekkert stórkostlegt sem fór úrskeiðis hjá okkur í síðasta leik, einna helst tapaðir boltar í fyrri hálfleik. Annars var ekki um neitt stórslys að ræða hjá öðru hvoru liðinu - þetta er bara spurning um hvoru megin þetta lendir," sagði Hlynur þegar Vísir náði tali af honum í dag. Hætt er við því að bekkurinn verði þétt setinn í Stykkishólmi í kvöld þegar liðin mætast öðru sinni, en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 20. Við spurðum Hlyn hvernig hann færi að því að koma sér í gírinn fyrir leiki, en eins og flestir vita er Hlynur mikill stríðsmaður á velli. "Maður passar bara að hvíla sig vel og borða góðan hafragraut í morgunmat. Svo tekur maður súpu í hádeginu og reynir að ná sér í smá orkublund seinnipartinn til að hlaða sig. Svo hlusta ég á Megas fyrr um daginn og svo Pearl Jam þegar nær dregur leik. Þetta eru rosalega leiðinlegir dagar þessir leikdagar. Þegar kemur svo í leikinn verður maður að finna réttu blönduna. Maður má ekki vera of rólegur og ekki of æstur," sagði Hlynur, en segist ekki vera hjátrúarfullur. "Mín hjátrú er sú að það sé bölvun að vera hjátrúarfullur. Mér finnst alltaf hálfkjánalegt þegar menn segjast hafa unnið leik af því þeir fóru í gamlar nærbuxur eða eitthvað svoleiðis. Ég held að skipti mestu máli að vera vel nærður og hvíldur fyrir þessa leiki," sagði Hlynur léttur í bragði.
Dominos-deild karla Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira