Hlustar á Megas og Pearl Jam til að koma sér í gírinn 21. apríl 2008 13:43 Hlynur Bæringsson og félagar verða nauðsynlega að sigra í kvöld Mynd/Daniel Hlynur Bæringsson og félagar hans í liði Snæfells eiga erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar þeir verja heimavöll sinn gegn Keflvíkingum í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildarinnar. Keflvíkingar fóru með nauman sigur af hólmi í fyrsta leiknum á heimavelli sínum 81-79. Leikurinn var í járnum frá fyrstu mínútu og Hlynur á ekki von á að verði stórar breytingar þar á fyrir leikinn í kvöld. "Það var ekkert stórkostlegt sem fór úrskeiðis hjá okkur í síðasta leik, einna helst tapaðir boltar í fyrri hálfleik. Annars var ekki um neitt stórslys að ræða hjá öðru hvoru liðinu - þetta er bara spurning um hvoru megin þetta lendir," sagði Hlynur þegar Vísir náði tali af honum í dag. Hætt er við því að bekkurinn verði þétt setinn í Stykkishólmi í kvöld þegar liðin mætast öðru sinni, en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 20. Við spurðum Hlyn hvernig hann færi að því að koma sér í gírinn fyrir leiki, en eins og flestir vita er Hlynur mikill stríðsmaður á velli. "Maður passar bara að hvíla sig vel og borða góðan hafragraut í morgunmat. Svo tekur maður súpu í hádeginu og reynir að ná sér í smá orkublund seinnipartinn til að hlaða sig. Svo hlusta ég á Megas fyrr um daginn og svo Pearl Jam þegar nær dregur leik. Þetta eru rosalega leiðinlegir dagar þessir leikdagar. Þegar kemur svo í leikinn verður maður að finna réttu blönduna. Maður má ekki vera of rólegur og ekki of æstur," sagði Hlynur, en segist ekki vera hjátrúarfullur. "Mín hjátrú er sú að það sé bölvun að vera hjátrúarfullur. Mér finnst alltaf hálfkjánalegt þegar menn segjast hafa unnið leik af því þeir fóru í gamlar nærbuxur eða eitthvað svoleiðis. Ég held að skipti mestu máli að vera vel nærður og hvíldur fyrir þessa leiki," sagði Hlynur léttur í bragði. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Hlynur Bæringsson og félagar hans í liði Snæfells eiga erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar þeir verja heimavöll sinn gegn Keflvíkingum í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildarinnar. Keflvíkingar fóru með nauman sigur af hólmi í fyrsta leiknum á heimavelli sínum 81-79. Leikurinn var í járnum frá fyrstu mínútu og Hlynur á ekki von á að verði stórar breytingar þar á fyrir leikinn í kvöld. "Það var ekkert stórkostlegt sem fór úrskeiðis hjá okkur í síðasta leik, einna helst tapaðir boltar í fyrri hálfleik. Annars var ekki um neitt stórslys að ræða hjá öðru hvoru liðinu - þetta er bara spurning um hvoru megin þetta lendir," sagði Hlynur þegar Vísir náði tali af honum í dag. Hætt er við því að bekkurinn verði þétt setinn í Stykkishólmi í kvöld þegar liðin mætast öðru sinni, en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 20. Við spurðum Hlyn hvernig hann færi að því að koma sér í gírinn fyrir leiki, en eins og flestir vita er Hlynur mikill stríðsmaður á velli. "Maður passar bara að hvíla sig vel og borða góðan hafragraut í morgunmat. Svo tekur maður súpu í hádeginu og reynir að ná sér í smá orkublund seinnipartinn til að hlaða sig. Svo hlusta ég á Megas fyrr um daginn og svo Pearl Jam þegar nær dregur leik. Þetta eru rosalega leiðinlegir dagar þessir leikdagar. Þegar kemur svo í leikinn verður maður að finna réttu blönduna. Maður má ekki vera of rólegur og ekki of æstur," sagði Hlynur, en segist ekki vera hjátrúarfullur. "Mín hjátrú er sú að það sé bölvun að vera hjátrúarfullur. Mér finnst alltaf hálfkjánalegt þegar menn segjast hafa unnið leik af því þeir fóru í gamlar nærbuxur eða eitthvað svoleiðis. Ég held að skipti mestu máli að vera vel nærður og hvíldur fyrir þessa leiki," sagði Hlynur léttur í bragði.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira