Gareth Barry er í byrjunarliði Aston Villa sem mætir FH í UEFA-bikarkeppninni í dag. Það mun hafa sitt að segja.
Barry hefur verið ítrekað orðaður við Liverpool í sumar en félagið hefur boðið nokkrum sinnum í hann en án árangurs. Barry hefur sjálfur sagst vilja fara til Liverpool.
Fyrst Barry spilar með Aston Villa í dag eru minnkandi líkur á því að hann sé á leiðinni til Liverpool. Ef hann fer má hann ekki spila með félaginu í Meistaradeildinni fyrr en eftir áramót.
Byrjunarlið FH og Aston Villa í dag má finna á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins þar sem leiknum verður lýst beint.