Abu Dhabi skoðar flóðlýst mót 2009 5. október 2008 18:28 Bernie Ecclestone vill hafa mót alls staðar í heiminum og skipuleggjendur móts í Abu Dhabi skoða möguleikla á að flóðlýsa mót sitt á næsta ári. Mynd: Getty Images Fyrsta Formúlu 1 mótið í Abu Dhabi í mið austurslöndum fer fram á næsta ári. Skipuleggjendur þess er að skoða að flóðlýsa mótið eins og gert var í Sínapúr. Mótið í Abu Dhabi verður það síðasta á keppnistímabilinu, sem gefur því aukið vægi en ella. "Við teljum að því ólíkara sem mótið er öðrum, því meiri athygli vekur það. Við munum tilkynna framkvæmd mótsins eftir keppnina í Japan um næstu helgi", sagði Philippe Gurdjan sem er keppnisstjóri mótsins. Ferrari er þegar í nánu sambandi við yfirvöld í Abu Dhabi og verið er að byggja upp Ferrari skemmtigarð á staðnum. Verður skemmtigarðurinn bæði fyrir börn og fullorðna. Auk þess verður hægt að keyra bíla á brautum og í eyðimörkum í næsta nágrenni við brautina. Formúlu 1 brautin er 5.5. km að lengd og hönnuð af Hermann Tiike frá Þýskalandi. "Ég tel mig mjög heppinn að vera þátttakandi í þessu verkefni. Brautin mun liggja um hafnarsvæðið í Abu Dhabi og götur borgarinnar. Hafnarsvæðiði verður mjög veglegt og risavaxnar skútur munu hýsa fólk sem fylgist með mótinu", sagði Tilke, en hann hannaði einmitt mótssvæðið í Singapúr. Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fyrsta Formúlu 1 mótið í Abu Dhabi í mið austurslöndum fer fram á næsta ári. Skipuleggjendur þess er að skoða að flóðlýsa mótið eins og gert var í Sínapúr. Mótið í Abu Dhabi verður það síðasta á keppnistímabilinu, sem gefur því aukið vægi en ella. "Við teljum að því ólíkara sem mótið er öðrum, því meiri athygli vekur það. Við munum tilkynna framkvæmd mótsins eftir keppnina í Japan um næstu helgi", sagði Philippe Gurdjan sem er keppnisstjóri mótsins. Ferrari er þegar í nánu sambandi við yfirvöld í Abu Dhabi og verið er að byggja upp Ferrari skemmtigarð á staðnum. Verður skemmtigarðurinn bæði fyrir börn og fullorðna. Auk þess verður hægt að keyra bíla á brautum og í eyðimörkum í næsta nágrenni við brautina. Formúlu 1 brautin er 5.5. km að lengd og hönnuð af Hermann Tiike frá Þýskalandi. "Ég tel mig mjög heppinn að vera þátttakandi í þessu verkefni. Brautin mun liggja um hafnarsvæðið í Abu Dhabi og götur borgarinnar. Hafnarsvæðiði verður mjög veglegt og risavaxnar skútur munu hýsa fólk sem fylgist með mótinu", sagði Tilke, en hann hannaði einmitt mótssvæðið í Singapúr.
Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira