Barrichello vann kartmót stjarnanna 1. desember 2008 13:06 Felipe Massa og Michael Schumacher hafa keppt í kartrmóti Massa síðustu ár. mynd: kappakstur.is Mikill áhugi er á kappakstri í Brasilíu og til marks um það var kartmót með fjölmörgum kappakstursstjörnum í gangi þessa helgi. Felipe Massa hélt árlegt kart-kappakstursmót, sem heimamaðurinn Rubens Barrichello vann, en hann er trúlega á útleið hjá Honda. Brasilíumaður sem heitir Lucas di Grassi keppti í kartmótinu, en hann keppir um sæti hjá Honda við Bruno Sena og varð annar í karmótinu, en besti árangur úr tveimur umferðum réð úrslitum. Michael Schumacher var í mótinu og varð fjórði. Af öðrum ökumönnum sem kepptu má nefna Antonio Pizzonia, Tarso Marques, Ricardo Zonta, Luciano Burti, og Luca Badoer þróunarökumann Ferrari. Enn viðameira mót verður á Wembley 14. desember, en þar mæta margir af bestu kappakstursökumönnum heims og keppa á samhliða braut. Meðal þeirra sem mæta á svæðið verða Lewis Hamilton og Michael Schumacher. Mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mikill áhugi er á kappakstri í Brasilíu og til marks um það var kartmót með fjölmörgum kappakstursstjörnum í gangi þessa helgi. Felipe Massa hélt árlegt kart-kappakstursmót, sem heimamaðurinn Rubens Barrichello vann, en hann er trúlega á útleið hjá Honda. Brasilíumaður sem heitir Lucas di Grassi keppti í kartmótinu, en hann keppir um sæti hjá Honda við Bruno Sena og varð annar í karmótinu, en besti árangur úr tveimur umferðum réð úrslitum. Michael Schumacher var í mótinu og varð fjórði. Af öðrum ökumönnum sem kepptu má nefna Antonio Pizzonia, Tarso Marques, Ricardo Zonta, Luciano Burti, og Luca Badoer þróunarökumann Ferrari. Enn viðameira mót verður á Wembley 14. desember, en þar mæta margir af bestu kappakstursökumönnum heims og keppa á samhliða braut. Meðal þeirra sem mæta á svæðið verða Lewis Hamilton og Michael Schumacher. Mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira