Óvissa með bandaríska björgunarhringinn 24. september 2008 20:55 Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og Ben Bernanke, seðlabankastjóri, ræða málin. Mynd/AP Hlutabréfavísitölur enduðu beggja vegna núllsins á fjármálamörkuðum vestanhafs í dag en fjárfestar eru enn tvístígandi hvort bandarískir þingmenn muni samþykkja björgunaráætlun bandarískra stjórnvalda. Þeir Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Henry Paulson, fjármálaráðherra, og Christopher Cox, forstjóri bandaríska fjármálaeftirlitsins, vitnuðu fyrir efnahagsmálanefnd þingsins í dag og reyndu að sannfæra hana um ágæti þess að styðja björgunaraðgerðirnar sem kosta muni bandaríska skattgreiðendur 700 milljarða bandaríkjadala. Vitnaleiðslurnar voru á svipuðum nótum í dag og þegar þeir sátu fyrir svörum bandarísku bankamálanefndarinnar í gær. Bernanke lagði áherslu á samstöðu þingsins um aðgerðirnar en Paulson lagði ríkari áherslu á mikilvægi þeirra fyrir bandarískt efnahagslíf. Þá bætir Bloomberg-fréttastofan því við að Paulson hafi samþykkt að skoðað verði að setja þak á árangurtengd laun og bónusgreiðslur til forstjóra fjármálafyrirtækja, sem sum hver hafi lent í kröggum. Björgunaraðgerðirnar hafa sett mark sitt á kosningabaráttuna vestanhafs í dag. John McCain, forsetaefni Repúblíkana, lýsti því yfir í dag að hann telji ólíklegt að aðgerðirnar hljóti brautargengi fyrir þingheimi í óbreyttri mynd. Hefur hann boðist til að gera hlé á kosningabaráttu sinni tímabundið á meðan lausna er leitað. Þá hafa Demókratar enn fremur lýst yfir efasemdum um tillögurnar og vilja setja þeim þrengri skorður en fyrstu drög hafa hljóðað upp á. Eins og björgunaraðgerðirnar líta út í dag munu stjórnvöld vestra setja á laggirnar sérstakan sjóð sem muni taka við öllum undirmálslánum og öðrum skuldavafningum sem brennt hafa gat í efnahagsreikning bandarískra fjármálafyrirtækja. Ríkið kaupir bréfin en selur þau svo aftur í nánustu framtíð, eða þegar verðgildi þeirra hefur aukist á ný, líkt og breska ríkisútvarpið greinir frá í dag. Það ætti í besta falli að skila ríkinu hagnaði af viðskiptunum þegar upp er staðið. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna og flokksbróðir McCains, er hins vegar á annarri skoðun en forsetaframbjóðendurnir en í sjónvarpsávarpi sínu í dag reyndi hann að telja löndum sínum trú um að ágæti aðgerðanna. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,27 prósent en Nasdaq-vísitalan hækkaði um 0,11 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Hlutabréfavísitölur enduðu beggja vegna núllsins á fjármálamörkuðum vestanhafs í dag en fjárfestar eru enn tvístígandi hvort bandarískir þingmenn muni samþykkja björgunaráætlun bandarískra stjórnvalda. Þeir Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Henry Paulson, fjármálaráðherra, og Christopher Cox, forstjóri bandaríska fjármálaeftirlitsins, vitnuðu fyrir efnahagsmálanefnd þingsins í dag og reyndu að sannfæra hana um ágæti þess að styðja björgunaraðgerðirnar sem kosta muni bandaríska skattgreiðendur 700 milljarða bandaríkjadala. Vitnaleiðslurnar voru á svipuðum nótum í dag og þegar þeir sátu fyrir svörum bandarísku bankamálanefndarinnar í gær. Bernanke lagði áherslu á samstöðu þingsins um aðgerðirnar en Paulson lagði ríkari áherslu á mikilvægi þeirra fyrir bandarískt efnahagslíf. Þá bætir Bloomberg-fréttastofan því við að Paulson hafi samþykkt að skoðað verði að setja þak á árangurtengd laun og bónusgreiðslur til forstjóra fjármálafyrirtækja, sem sum hver hafi lent í kröggum. Björgunaraðgerðirnar hafa sett mark sitt á kosningabaráttuna vestanhafs í dag. John McCain, forsetaefni Repúblíkana, lýsti því yfir í dag að hann telji ólíklegt að aðgerðirnar hljóti brautargengi fyrir þingheimi í óbreyttri mynd. Hefur hann boðist til að gera hlé á kosningabaráttu sinni tímabundið á meðan lausna er leitað. Þá hafa Demókratar enn fremur lýst yfir efasemdum um tillögurnar og vilja setja þeim þrengri skorður en fyrstu drög hafa hljóðað upp á. Eins og björgunaraðgerðirnar líta út í dag munu stjórnvöld vestra setja á laggirnar sérstakan sjóð sem muni taka við öllum undirmálslánum og öðrum skuldavafningum sem brennt hafa gat í efnahagsreikning bandarískra fjármálafyrirtækja. Ríkið kaupir bréfin en selur þau svo aftur í nánustu framtíð, eða þegar verðgildi þeirra hefur aukist á ný, líkt og breska ríkisútvarpið greinir frá í dag. Það ætti í besta falli að skila ríkinu hagnaði af viðskiptunum þegar upp er staðið. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna og flokksbróðir McCains, er hins vegar á annarri skoðun en forsetaframbjóðendurnir en í sjónvarpsávarpi sínu í dag reyndi hann að telja löndum sínum trú um að ágæti aðgerðanna. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,27 prósent en Nasdaq-vísitalan hækkaði um 0,11 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira