San Antonio í úrslit Vesturdeildar 20. maí 2008 03:52 Tony Parker og Manu Ginobili fóru fyrir liði meistaranna í nótt NordcPhotos/GettyImages Meistarar San Antonio Spurs sýndu mikla seiglu í nótt þegar þeir tryggðu sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA með 91-82 útisigri á New Orleans Hornets í oddaleik liðanna. San Antonio lenti 2-0 og 3-2 undir í einvíginu, en leiddi frá fyrstu mínútu í leiknum í nótt. Liðið náði mest 17 stiga forskoti í síðari hálfleik, en heimamenn tóku við sér í blálokin og náðu að gera leikinn spennandi. Hornets-menn fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn á síðustu 2 mínútunum, en meistararnir náðu að halda haus og klára leikinn. Tölfræði leiksins Fyrstu sex leikirnir í einvíginu voru mjög ójafnir og þó rimma liðanna hafi farið í sjö leiki, unnust þeir með að meðaltali tæpum 17 stigum. Það var mesti munurinn í öllum fjórum undanúrslitarimmunum. Manu Ginobili var atkvæðamestur í liði San Antonio með 26 stig, en hitti reyndar aðeins úr 6 af 19 skotum sínum utan af velli. Tony Parker skoraði 17 stig og Tim Duncan skoraði 16 stig og hirti 14 fráköst. Það voru ekki síst varamenn á borð við Ime Udoka, Robert Horry og Michael Finley sem gerðu gæfumuninn með fínu sóknarframlagi af bekknum. "Við trúðum því allan tímann að við gætum unnið á útivelli í þessu einvígi. Það var ekki síst fyrir reynslu okkar að við höfðum sjálfstraustið til að klára þetta," sagði Tim Duncan, leikmaður San Antonio. Byron Scott og Chris Paul voru mennirnir á bak við öskubuskuævintýrið hjá New Orleans í veturNordicPhotos/GettyImages Hornets-menn reynslunni ríkari David West skoraði 12 af 20 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum, Chris Paul skoraði 18 stig, gaf 14 stoðsendingar, hirti 8 fráköst og stal 5 boltum og Jannero Pargo skoraði 18 stig af bekknum. Þar með er öskubuskuævintýri New Orleans í vetur lokið, en liðið fór lengra en nokkur maður þorði að vona í haust. Ljóst er að liðið á framtíðina fyrir sér, en ef til vill sýndi reynsluleysi leikmanna liðsins sig loksins í þessum oddaleik gegn reyndu liði Spurs. "Ég vil að strákarnir muni hvernig tilfinning það er að tapa svona leik alveg þangað til við byrjum að undirbúa næsta tímabil. Menn þurfa að ganga í gegn um ýmislegt áður en þeir geta fundið hvað það er góð tilfinning að klára svona einvígi. Maður fer einfaldlega ekki frá því að komast ekki í úrslitakeppnina og beint í að vinna titil. Þannig gengur þetta ekki fyrir sig. En við erum á réttri leið," sagði Byron Scott, þjálfari New Orleans. San Antonio varð NBA meistari árin 1999, 2003, 2005 og 2007, en hefur ekki gengið vel árin eftir að liðið hefur orðið meistari. Sigur liðsins í nótt þýddi að liðið er í fyrsta skipti að komast upp úr annari umferð árið eftir að það landar titlinum. San Antonio mætir Los Angeles Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar og þegar var orðið ljóst að það verða Boston og Detroit sem kljást í úrslitum Austurdeildar. Stöð 2 Sport hefur beinar útsendingar frá rimmunum næsta föstudagskvöld. NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Meistarar San Antonio Spurs sýndu mikla seiglu í nótt þegar þeir tryggðu sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA með 91-82 útisigri á New Orleans Hornets í oddaleik liðanna. San Antonio lenti 2-0 og 3-2 undir í einvíginu, en leiddi frá fyrstu mínútu í leiknum í nótt. Liðið náði mest 17 stiga forskoti í síðari hálfleik, en heimamenn tóku við sér í blálokin og náðu að gera leikinn spennandi. Hornets-menn fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn á síðustu 2 mínútunum, en meistararnir náðu að halda haus og klára leikinn. Tölfræði leiksins Fyrstu sex leikirnir í einvíginu voru mjög ójafnir og þó rimma liðanna hafi farið í sjö leiki, unnust þeir með að meðaltali tæpum 17 stigum. Það var mesti munurinn í öllum fjórum undanúrslitarimmunum. Manu Ginobili var atkvæðamestur í liði San Antonio með 26 stig, en hitti reyndar aðeins úr 6 af 19 skotum sínum utan af velli. Tony Parker skoraði 17 stig og Tim Duncan skoraði 16 stig og hirti 14 fráköst. Það voru ekki síst varamenn á borð við Ime Udoka, Robert Horry og Michael Finley sem gerðu gæfumuninn með fínu sóknarframlagi af bekknum. "Við trúðum því allan tímann að við gætum unnið á útivelli í þessu einvígi. Það var ekki síst fyrir reynslu okkar að við höfðum sjálfstraustið til að klára þetta," sagði Tim Duncan, leikmaður San Antonio. Byron Scott og Chris Paul voru mennirnir á bak við öskubuskuævintýrið hjá New Orleans í veturNordicPhotos/GettyImages Hornets-menn reynslunni ríkari David West skoraði 12 af 20 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum, Chris Paul skoraði 18 stig, gaf 14 stoðsendingar, hirti 8 fráköst og stal 5 boltum og Jannero Pargo skoraði 18 stig af bekknum. Þar með er öskubuskuævintýri New Orleans í vetur lokið, en liðið fór lengra en nokkur maður þorði að vona í haust. Ljóst er að liðið á framtíðina fyrir sér, en ef til vill sýndi reynsluleysi leikmanna liðsins sig loksins í þessum oddaleik gegn reyndu liði Spurs. "Ég vil að strákarnir muni hvernig tilfinning það er að tapa svona leik alveg þangað til við byrjum að undirbúa næsta tímabil. Menn þurfa að ganga í gegn um ýmislegt áður en þeir geta fundið hvað það er góð tilfinning að klára svona einvígi. Maður fer einfaldlega ekki frá því að komast ekki í úrslitakeppnina og beint í að vinna titil. Þannig gengur þetta ekki fyrir sig. En við erum á réttri leið," sagði Byron Scott, þjálfari New Orleans. San Antonio varð NBA meistari árin 1999, 2003, 2005 og 2007, en hefur ekki gengið vel árin eftir að liðið hefur orðið meistari. Sigur liðsins í nótt þýddi að liðið er í fyrsta skipti að komast upp úr annari umferð árið eftir að það landar titlinum. San Antonio mætir Los Angeles Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar og þegar var orðið ljóst að það verða Boston og Detroit sem kljást í úrslitum Austurdeildar. Stöð 2 Sport hefur beinar útsendingar frá rimmunum næsta föstudagskvöld. NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira