NBA í nótt: Phoenix og Dallas úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. apríl 2008 09:42 Shaquille O'Neal gengur heldur niðurlútur af velli. Nordic Photos / Getty Images Tímabilið er búið hjá þeim Shaquille O'Neal og Jason Kidd þar sem lið þeirra, Phoenix og Dallas, duttu úr leik í úrslitakeppninni í NBA-deildinni í nótt. San Antonio vann Phoenix í nótt og New Orleans vann Dallas en báðum rimmunum lauk með 4-1 sigri. Þá vann Detroit sigur á Philadelphia og Houston fór létt með Utah. Þetta eru án efa mikil vonbrigði fyrir bæði þessi lið þar sem þau ákváðu seint á tímabilinu að fá til sín stjörnuleikmenn sem eru þó báðir komnir til ára sinna. Phoenix fékk Shaquille O'Neal og Dallas fékk Jason Kidd. San Antonio vann Phoenix, 92-87, en staðan var jöfn, 85-85, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. San Antonio reyndist sterkara á lokasprettinum. Phoenix tapaði boltanum einu sinni og klikkaði á tveimur þriggja stiga tilraunum á meðan að San Antonio sigldi fram úr með því að setja niður vítaköst. San Antonio hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik en Phoenix átti góðan þriðja leikhluta og kom sér í forystu fyrir lokaleikhlutann. Hann var jafn og spennandi allt fram á lokamínúturnar. Tony Parker var með 31 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan bætti við 29 auk þess sem hann tók sautján fráköst. Boris Diaw var stigahæstur hjá Phoenix með 22 stig en fjórir aðrir leikmenn Phoenix skoruðu meira en tíu stig. San Antonio mætir nú New Orleans í næstu umferð en síðarnefnda liðið verður með heimavallarréttinn í þeirri rimmu. New Orleans vann Dallas, 99-94, eftir að hafa leitt í hálfleik, 54-39. Dallas náði sér hins vegar mun betur á strik í síðari hálfleik og náði að minnka muninn í þrjú stig þegar aðeins 33 sekúndur voru til leiksloka. Peja Stojakovic var hins vegar öryggið uppmálað á vítalínunni er fimm sekúndur voru eftir og setti niður bæði vítaköstin og tryggði þar með fimm stiga sigur. Það var mikill hiti í mönnum undir lok leiksins en Jerry Stackhouse var vísað af vellinum þegar skammt var til leiksloka fyrir sína aðra tæknivillu í leiknum. Hann sló boltann úr höndum Chris Paul og reifst svo við David West í kjölfarið. Paul átti enn einn stórleikinn og náði þrefaldri tvennu. Hann skoraði 24 stig, gaf fimmtán stoðsendingar og tók ellefu fráköst. West skoraði 25 stig. Stigahæstur hjá Dallas var Dirk Nowitski með 22 stig og þrettán fráköst. Houston vann Utah, 95-69, og minnkaði þar með muninn í rimmunni í 3-2. Utah getur þó enn klárað rimmuna á heimavelli á föstudagskvöldið. Utah er með sterkasta heimavöllinn í deildinni í ár en Houston virðist þó hafa ágætis tök á Utah í Salt Lake City. Liðið var fyrst til að vinna Utah þar í vetur og vann þriðja leikinn í rimmunni þar einnig. Sigurinn var afar öruggur eins og tölurnar gefa til kynna en Tracy McGrady var stigahæstur með 29 stig, Luis Scola bætti við átján stigum auk þess sem hann tók tólf fráköst. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með nítján stig og tíu fráköst. Deron Williams skoraði þrettán stig og gaf sex stoðsendingar. Detroit vann Philadelphia, 98-81, og tók þar með forystuna í fyrsta skipti rimmunni, 3-2. Detroit getur klárað rimmuna í Philadelphia á fimmtudagskvöldið. Chauncey Billups skoraði 21 stig fyrir Detroit, Richard Hamilton 20 og Rasheed Wallace nítján. Stigahæstur hjá Philadelphia var Andre Iguodala með 21 stig. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
Tímabilið er búið hjá þeim Shaquille O'Neal og Jason Kidd þar sem lið þeirra, Phoenix og Dallas, duttu úr leik í úrslitakeppninni í NBA-deildinni í nótt. San Antonio vann Phoenix í nótt og New Orleans vann Dallas en báðum rimmunum lauk með 4-1 sigri. Þá vann Detroit sigur á Philadelphia og Houston fór létt með Utah. Þetta eru án efa mikil vonbrigði fyrir bæði þessi lið þar sem þau ákváðu seint á tímabilinu að fá til sín stjörnuleikmenn sem eru þó báðir komnir til ára sinna. Phoenix fékk Shaquille O'Neal og Dallas fékk Jason Kidd. San Antonio vann Phoenix, 92-87, en staðan var jöfn, 85-85, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. San Antonio reyndist sterkara á lokasprettinum. Phoenix tapaði boltanum einu sinni og klikkaði á tveimur þriggja stiga tilraunum á meðan að San Antonio sigldi fram úr með því að setja niður vítaköst. San Antonio hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik en Phoenix átti góðan þriðja leikhluta og kom sér í forystu fyrir lokaleikhlutann. Hann var jafn og spennandi allt fram á lokamínúturnar. Tony Parker var með 31 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan bætti við 29 auk þess sem hann tók sautján fráköst. Boris Diaw var stigahæstur hjá Phoenix með 22 stig en fjórir aðrir leikmenn Phoenix skoruðu meira en tíu stig. San Antonio mætir nú New Orleans í næstu umferð en síðarnefnda liðið verður með heimavallarréttinn í þeirri rimmu. New Orleans vann Dallas, 99-94, eftir að hafa leitt í hálfleik, 54-39. Dallas náði sér hins vegar mun betur á strik í síðari hálfleik og náði að minnka muninn í þrjú stig þegar aðeins 33 sekúndur voru til leiksloka. Peja Stojakovic var hins vegar öryggið uppmálað á vítalínunni er fimm sekúndur voru eftir og setti niður bæði vítaköstin og tryggði þar með fimm stiga sigur. Það var mikill hiti í mönnum undir lok leiksins en Jerry Stackhouse var vísað af vellinum þegar skammt var til leiksloka fyrir sína aðra tæknivillu í leiknum. Hann sló boltann úr höndum Chris Paul og reifst svo við David West í kjölfarið. Paul átti enn einn stórleikinn og náði þrefaldri tvennu. Hann skoraði 24 stig, gaf fimmtán stoðsendingar og tók ellefu fráköst. West skoraði 25 stig. Stigahæstur hjá Dallas var Dirk Nowitski með 22 stig og þrettán fráköst. Houston vann Utah, 95-69, og minnkaði þar með muninn í rimmunni í 3-2. Utah getur þó enn klárað rimmuna á heimavelli á föstudagskvöldið. Utah er með sterkasta heimavöllinn í deildinni í ár en Houston virðist þó hafa ágætis tök á Utah í Salt Lake City. Liðið var fyrst til að vinna Utah þar í vetur og vann þriðja leikinn í rimmunni þar einnig. Sigurinn var afar öruggur eins og tölurnar gefa til kynna en Tracy McGrady var stigahæstur með 29 stig, Luis Scola bætti við átján stigum auk þess sem hann tók tólf fráköst. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með nítján stig og tíu fráköst. Deron Williams skoraði þrettán stig og gaf sex stoðsendingar. Detroit vann Philadelphia, 98-81, og tók þar með forystuna í fyrsta skipti rimmunni, 3-2. Detroit getur klárað rimmuna í Philadelphia á fimmtudagskvöldið. Chauncey Billups skoraði 21 stig fyrir Detroit, Richard Hamilton 20 og Rasheed Wallace nítján. Stigahæstur hjá Philadelphia var Andre Iguodala með 21 stig.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti