Hamilton: Mætti með rétta hugarfarið 18. október 2008 08:20 Fremstu menn á ráslínu. Kimi Raikkönen, Lewus Hamilton og Felipe Massa. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton og Felipe Massa munu berjast af mikilli hörku í kappakstrinum í Kína í nótt. Þeir stefna báðir á sigur þó Hamilton hafi gengið betur í tímatökunni í morgun. "Þrátt fyrir slakt gengi í síðustu keppni náðum við að stilla strengi okkar fyrir tímatökuna. Ég náði nánast fullkomnum hring í lok tímatökunnar ogt við erum búnir að vera fljótir alla helgina", sagði Hamilton. Hann sagðist ekkert finna fyrir neikvæðni annarra ökumanna eða fjölmiðla í sinn garð að undanförnu. "Ég hef ekki fundið fyrir neinu og mætti bara með rétta hugarfarið. Ég á stuðningsmenn um allan heim og góða fjölskyldu sem stendur þétt við bakið á mér ásamt McLaren. Við sýndum það í brautinni hvernig við tökum á málum. Vonandi getum við gert eins vel í keppninni", sagði Hamilton. Massa er helsti keppinautur Hamilton um titilinn, þó Robert Kubica eigi líka möguleika, en hann er þó aðeins ellefti á ráslínu. "McLaren menn virðast vera með auðveldari bíl, allavega í tímatökunni. En það hefur sýnt sig að Ferrari bíllinn skilar sínu í kappakstri, kannski betur en í tímatökum", sagði Massa. "Við höfum ekki náð að auka hraðann síðan á æfingum á föstudaginn. Við verðum bara að berjast af hörku til að vinna upp forskot McLaren í mótinu. Okku gekk heldur ekki vel á Fuji brautinni í tímatökum, en keppnin núna er óráðinn gáta. Við munum berjast af kappi", sagði Massa. Kappaksturinn í Sjanghæ verður í beinni útsendingu kl. 05.30 á aðfaranótt sunnudags í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sjá brautarlýsingu Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Lewis Hamilton og Felipe Massa munu berjast af mikilli hörku í kappakstrinum í Kína í nótt. Þeir stefna báðir á sigur þó Hamilton hafi gengið betur í tímatökunni í morgun. "Þrátt fyrir slakt gengi í síðustu keppni náðum við að stilla strengi okkar fyrir tímatökuna. Ég náði nánast fullkomnum hring í lok tímatökunnar ogt við erum búnir að vera fljótir alla helgina", sagði Hamilton. Hann sagðist ekkert finna fyrir neikvæðni annarra ökumanna eða fjölmiðla í sinn garð að undanförnu. "Ég hef ekki fundið fyrir neinu og mætti bara með rétta hugarfarið. Ég á stuðningsmenn um allan heim og góða fjölskyldu sem stendur þétt við bakið á mér ásamt McLaren. Við sýndum það í brautinni hvernig við tökum á málum. Vonandi getum við gert eins vel í keppninni", sagði Hamilton. Massa er helsti keppinautur Hamilton um titilinn, þó Robert Kubica eigi líka möguleika, en hann er þó aðeins ellefti á ráslínu. "McLaren menn virðast vera með auðveldari bíl, allavega í tímatökunni. En það hefur sýnt sig að Ferrari bíllinn skilar sínu í kappakstri, kannski betur en í tímatökum", sagði Massa. "Við höfum ekki náð að auka hraðann síðan á æfingum á föstudaginn. Við verðum bara að berjast af hörku til að vinna upp forskot McLaren í mótinu. Okku gekk heldur ekki vel á Fuji brautinni í tímatökum, en keppnin núna er óráðinn gáta. Við munum berjast af kappi", sagði Massa. Kappaksturinn í Sjanghæ verður í beinni útsendingu kl. 05.30 á aðfaranótt sunnudags í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sjá brautarlýsingu
Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira