Odom og Gasol hafa lítið sofið 27. maí 2008 19:58 Odom og Gasol eru staðráðnir í að gera betur í nótt NordcPhotos/GettyImages Fjórði leikur San Antonio Spurs og LA Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan eitt í nótt. Lakers-liðið náði 2-0 forystu í einvíginu í leikjum sem fram fóru í Los Angeles, en fengu 103-84 skell í San Antonio í þriðja leiknum. Leikmenn Lakers voru flestir fjarri sínu besta í þriðja leiknum og í raun var Kobe Bryant (32 stig) eini maðurinn sem spilaði á pari hjá gestunum. Lamar Odom og Pau Gasol léku illa og hafa ekki sofið mikið eftir slaka frammistöðu. "Auðvitað vil ég að menn fái góða hvíld fyrir leikina, en það er eðlilegt að þeir séu ósáttir við sig eftir svona frammistöðu eins og í síðasta leik. Það er áhyggjuefni, " sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. Þeir ætla báðir að gera betur í fjórða leiknum í nótt. "Ég bara kom boltanum ekki ofan í og gat ekki einu sinni hitt úr vítunum," sagði Lamar Odom, sem fylgdi eftir fínum leik í Los Angeles með því að hitta aðeins úr 2 af 11 skotum utan af velli og 3 af 8 vítum í þriðja leiknum. Pau Gasol var sömuleiðis ósáttur við sjálfan sig eftir að hitta aðeins úr 7 af 18 skotum sínum. "Ég var dálítið hikandi og ekki nógu grimmur," sagði Gasol. Kobe Bryant var sjálfum sér líkur í síðasta leik og fjórir þristar frá honum á skömmum tíma í fjórða leikhlutanum minnkuðu muninn niður í 12 stig og settu smá spennu í leik sem virtist tapaður. Tim Duncan hjá San Antonio, sem skoraði 22 stig og hirti 21 frákast í síðasta leik, segist gera sér grein fyrir að Bryant verði líklega ekki stöðvaður. "Við verðum að reyna að halda í við Bryant, en hann er einn besti skorarinn í deildinni og getur sprungið út fyrirvaralaust. Við verðum þá að reyna að halda öðrum mönnum í skefjum á meðan. Við gerum okkur grein fyrir því að það verður varnarleikurinn sem gerir gæfumuninn hjá okkur í þessu," sagði Duncan. NBA Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Fjórði leikur San Antonio Spurs og LA Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan eitt í nótt. Lakers-liðið náði 2-0 forystu í einvíginu í leikjum sem fram fóru í Los Angeles, en fengu 103-84 skell í San Antonio í þriðja leiknum. Leikmenn Lakers voru flestir fjarri sínu besta í þriðja leiknum og í raun var Kobe Bryant (32 stig) eini maðurinn sem spilaði á pari hjá gestunum. Lamar Odom og Pau Gasol léku illa og hafa ekki sofið mikið eftir slaka frammistöðu. "Auðvitað vil ég að menn fái góða hvíld fyrir leikina, en það er eðlilegt að þeir séu ósáttir við sig eftir svona frammistöðu eins og í síðasta leik. Það er áhyggjuefni, " sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. Þeir ætla báðir að gera betur í fjórða leiknum í nótt. "Ég bara kom boltanum ekki ofan í og gat ekki einu sinni hitt úr vítunum," sagði Lamar Odom, sem fylgdi eftir fínum leik í Los Angeles með því að hitta aðeins úr 2 af 11 skotum utan af velli og 3 af 8 vítum í þriðja leiknum. Pau Gasol var sömuleiðis ósáttur við sjálfan sig eftir að hitta aðeins úr 7 af 18 skotum sínum. "Ég var dálítið hikandi og ekki nógu grimmur," sagði Gasol. Kobe Bryant var sjálfum sér líkur í síðasta leik og fjórir þristar frá honum á skömmum tíma í fjórða leikhlutanum minnkuðu muninn niður í 12 stig og settu smá spennu í leik sem virtist tapaður. Tim Duncan hjá San Antonio, sem skoraði 22 stig og hirti 21 frákast í síðasta leik, segist gera sér grein fyrir að Bryant verði líklega ekki stöðvaður. "Við verðum að reyna að halda í við Bryant, en hann er einn besti skorarinn í deildinni og getur sprungið út fyrirvaralaust. Við verðum þá að reyna að halda öðrum mönnum í skefjum á meðan. Við gerum okkur grein fyrir því að það verður varnarleikurinn sem gerir gæfumuninn hjá okkur í þessu," sagði Duncan.
NBA Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira