Baltasar gerir mynd í Kanada 25. nóvember 2008 06:00 Í nógu að snúast Baltsar Kormákur getur ekki kvartað undan verkefnaskorti. Næsta verkefni Baltasars verður að öllum líkindum að hefja kanadíska kvikmyndagerð til vegs og virðingar á nýjan leik. „Ég veit ekki hvort þetta verður næsta kvikmyndin mín. Ef öll plön ganga upp þá verður hún það. Ef ekki þá hef ég alltaf Grafarþögn og svo víkingamyndina,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri og margfaldur Eddu-verðlaunahafi. Frá því er greint í kvikmyndabiblíunni Variety að kanadíska kvikmyndafyrirtækið Whisbang hafi tryggt sér starfskrafta Baltasars og muni framleiða næstu kvikmynd hans, The Bird Artist. Kvikmyndin er byggð á verðlaunabók Howard Newman og er dramatísk ástarsaga sem gerist á Nýfundnalandi árið 1911. „Reyndar er ég að skoða möguleikana á því að taka hana upp hér á landi en við verðum bara að sjá hvernig efnahagsumhverfið fer með okkur.“ Kanadísk kvikmyndagerð hugsar sér nú til hreyfings og hyggst nema ný lönd. Fram kemur í Variety að kanadískar kvikmyndir þyki fremur þunglyndislegar og þrúgandi þar sem sérkennileg kynhneigð eða eiturlyfjaneysla sé oftast í forgrunni. Nú eigi hins vegar að blása í herlúðra og reyna að búa til „alþýðlegar“ kvikmyndir sem skili einhverjum aurum aftur í kassann. Telefilm, kanadíski kvikmyndasjóðurinn, hefur því ákveðið að veita þremur framleiðslufyrirtækjum aukafjármagn til að gera áhorfsvænni kvikmyndir og er Whisbang eitt þeirra. Íslenski leikstjórinn gat ekki upplýst um neina leikara enda hefðu þeir ekki verið ráðnir. Vonir stæðu síðan til að tökur hæfust snemma á næsta ári. Baltasar þarf hins vegar ekkert að kvíða verkefnaskorti því að eigin sögn þá hrúgast handritin inn á borð til hans. Ekki hefur skemmt fyrir að fjallað var um sigur Brúðgumans á Eddu-verðlaununum í flestum helstu kvikmyndatímaritum. Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Ég veit ekki hvort þetta verður næsta kvikmyndin mín. Ef öll plön ganga upp þá verður hún það. Ef ekki þá hef ég alltaf Grafarþögn og svo víkingamyndina,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri og margfaldur Eddu-verðlaunahafi. Frá því er greint í kvikmyndabiblíunni Variety að kanadíska kvikmyndafyrirtækið Whisbang hafi tryggt sér starfskrafta Baltasars og muni framleiða næstu kvikmynd hans, The Bird Artist. Kvikmyndin er byggð á verðlaunabók Howard Newman og er dramatísk ástarsaga sem gerist á Nýfundnalandi árið 1911. „Reyndar er ég að skoða möguleikana á því að taka hana upp hér á landi en við verðum bara að sjá hvernig efnahagsumhverfið fer með okkur.“ Kanadísk kvikmyndagerð hugsar sér nú til hreyfings og hyggst nema ný lönd. Fram kemur í Variety að kanadískar kvikmyndir þyki fremur þunglyndislegar og þrúgandi þar sem sérkennileg kynhneigð eða eiturlyfjaneysla sé oftast í forgrunni. Nú eigi hins vegar að blása í herlúðra og reyna að búa til „alþýðlegar“ kvikmyndir sem skili einhverjum aurum aftur í kassann. Telefilm, kanadíski kvikmyndasjóðurinn, hefur því ákveðið að veita þremur framleiðslufyrirtækjum aukafjármagn til að gera áhorfsvænni kvikmyndir og er Whisbang eitt þeirra. Íslenski leikstjórinn gat ekki upplýst um neina leikara enda hefðu þeir ekki verið ráðnir. Vonir stæðu síðan til að tökur hæfust snemma á næsta ári. Baltasar þarf hins vegar ekkert að kvíða verkefnaskorti því að eigin sögn þá hrúgast handritin inn á borð til hans. Ekki hefur skemmt fyrir að fjallað var um sigur Brúðgumans á Eddu-verðlaununum í flestum helstu kvikmyndatímaritum.
Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira