Valentino Rossi alsæll á Ferrari 21. nóvember 2008 08:16 Valentio Rossi skoðar Ferrari fákinn með aðtoðarmönnum sínum. mynd: kappakstur.is Ítalski mótorhjólameistarinn Valentio Rossi ekur Ferrari Formúlu 1 bíl í dag á Mugello brautinni á Ítalíu. Hann fór sprett á bílnum í gær líka. "Ég get ekki beðið eftir að keyra bílinn, sem er án spólvarnar og því mun reyna meira á mig en síðast. Síðast þegar ég keyrði þá varð ég 1.2 sekúndum á eftir Michael Schumacher í hring á Mugello brautinni. Kannski get ég gert enn betur núna", sagði Rossi. "Það er mjög sérstakt að keyra Formúlu 1 bíl og ólíkt því að stýra mótorhjóli á kappakstursbraut. Maður þarf að vera mjög nákvæmur á Formúlu 1 bíl til að geta ekið á ystu nöf. Þegar maður kemst þangað, þá er alsæla…." "Mótorhjólaakstur reynir meira á líkamlega beitingu og í rallinu þarf grófari akstursstíl", sagði Rossi. Hann keppir í heimsmeistaramótinu í rallakstri í lok mánaðarins á Ford Focus. Rossi er með samning í mótorhjólakappakstri til loka ársins 2010, en segist vel geta hugsað sér að snúa sér að akstri á fjórum hjólum eftir það. Helst rallakstri, en trúlega sé of seint að hefja þátttöku í Formúlu 1, en Rossi er 31 árs gamall. Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ítalski mótorhjólameistarinn Valentio Rossi ekur Ferrari Formúlu 1 bíl í dag á Mugello brautinni á Ítalíu. Hann fór sprett á bílnum í gær líka. "Ég get ekki beðið eftir að keyra bílinn, sem er án spólvarnar og því mun reyna meira á mig en síðast. Síðast þegar ég keyrði þá varð ég 1.2 sekúndum á eftir Michael Schumacher í hring á Mugello brautinni. Kannski get ég gert enn betur núna", sagði Rossi. "Það er mjög sérstakt að keyra Formúlu 1 bíl og ólíkt því að stýra mótorhjóli á kappakstursbraut. Maður þarf að vera mjög nákvæmur á Formúlu 1 bíl til að geta ekið á ystu nöf. Þegar maður kemst þangað, þá er alsæla…." "Mótorhjólaakstur reynir meira á líkamlega beitingu og í rallinu þarf grófari akstursstíl", sagði Rossi. Hann keppir í heimsmeistaramótinu í rallakstri í lok mánaðarins á Ford Focus. Rossi er með samning í mótorhjólakappakstri til loka ársins 2010, en segist vel geta hugsað sér að snúa sér að akstri á fjórum hjólum eftir það. Helst rallakstri, en trúlega sé of seint að hefja þátttöku í Formúlu 1, en Rossi er 31 árs gamall.
Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira