Ábyrgt svar Þorsteinn Pálsson skrifar 12. júní 2008 06:00 Svar sjávarútvegsráðherra til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna er markvert fyrir þá sök að báðir stjórnarflokkarnir hafa náð saman um það og forysta Framsóknarflokksins sýnist vera efnislega sammála þeim fyrstu viðbrögðum. Langt er síðan jafn breið samstaða hefur tekist um svo eldfimt mál sem lýtur að sjálfri fiskveiðistjórnuninni. Mikilvægustu atriðin í svari ríkisstjórnarflokkanna eru þrjú: Í fyrsta lagi að fara ekki í raun út fyrir það sem samið var um í stjórnarsáttmálanum, að skipa nefnd til að meta reynsluna af aflamarkskerfinu. Í öðru lagi að hafna skaðabótum. Í þriðja lagi að draga fram þá staðreynd að svipting veiðiheimilda gæti rekist á stjórnarskrá og eignarréttarvernd mannréttindasáttmála Evrópu. Deilurnar um fiskveiðistjórnunina eru helsta hugmyndafræðilega ágreiningsefnið í íslenskum stjórnmálum. Þar er annars vegar tekist á um markaðslausnir og hins vegar um pólitíska miðstýringu. Að því leyti er deiluefnið skýrt. Þeir sem eru hlynntir pólitískri miðstýringu fiskveiða hafa litið svo á að álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna útiloki sjálfkrafa að við getum hagnýtt okkur kosti markaðskerfisins. Sú fullyrðing er vægast sagt hæpin þegar á það er horft að allar aðrar fiskveiðiþjóðir hafa án ágreinings fengið að úthluta veiðiheimildum á grundvelli veiðireynslu eins og hér var gert. Þá hafa markaðslausnir við stjórn fiskveiða með nokkrum öðrum þjóðum ekki þótt vera andstæðar mannréttindaskuldbindingum. Hvers vegna þá hér? Hagnaður útvegsins og sjálfbær nýting fiskistofna eru þau atriði sem fiskveiðistjórnun snýst öðru fremur um. Það sem skiptir máli til að ná þeim markmiðum er að jafnvægi sé á milli afkastagetu fiskiskipastólsins og afrakstursgetu fiskistofnanna. Ef fiskiskipastóllinn er of stór gerist þrennt: Kostnaðurinn verður of mikill, þrýstingur á ofveiði eykst og launakjör versna. Þó að markaðskerfið sé ekki fullkomið sýnir reynslan að það hefur skilað betri árangri varðandi þessi höfuðmarkmið en pólitísk miðstýring. Reynslan sýnir að þegar veiðiheimildum hefur verið úthlutað á pólitískum grundvelli eiga stjórnmálmenn erfiðara með að takmarka leyfðan heildarafla. Í flestum miðstýringarkerfum þurfa skattborgararnir einnig að greiða með útgerðinni. Þær fréttir sem nú berast frá nokkrum helstu miðstýringarþjóðum í fiskveiðum í Evrópu sýna þennan vanda í hnotskurn. Hækkandi olíuverð veldur því að ýmsar ríkisstjórnir íhuga að láta skattborgarana greiða enn stærri hluta af útgerðarkostnaði of stórs flota. Það er þetta sem myndi hljótast af kerfisbreytingu hér á landi. Væri það mannréttindabót? Fiskveiðar hafa óvíða jafn mikla efnahagslega þýðingu og hjá okkur. Það er því ekki ofsögum sagt að þær hugmyndafræðilegu deilur sem staðið hafa um stjórn fiskveiða snúast um lífskjör. Þetta á bæði við um þjóðarbúskapinn í heild og einstaklinga. Í ríkisstyrktum sjávarplássum Evrópu eru lífskjör að öllu jöfnu mun lakari en á þeim svæðum þar sem samkeppnishæfar atvinnugreinar þrífast. Að þessu virtu hefði annars konar svar af hálfu ríkisstjórnarinnar verið óábyrgt. Ábyrg afstaða Framsóknarflokksins sýnir að þar er að finna forystumenn sem geta verið stærri í sniðum en einfaldar tölur í skoðanakönnunum augnabliksins. Nú er mannréttindanefndarinnar að svara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun
Svar sjávarútvegsráðherra til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna er markvert fyrir þá sök að báðir stjórnarflokkarnir hafa náð saman um það og forysta Framsóknarflokksins sýnist vera efnislega sammála þeim fyrstu viðbrögðum. Langt er síðan jafn breið samstaða hefur tekist um svo eldfimt mál sem lýtur að sjálfri fiskveiðistjórnuninni. Mikilvægustu atriðin í svari ríkisstjórnarflokkanna eru þrjú: Í fyrsta lagi að fara ekki í raun út fyrir það sem samið var um í stjórnarsáttmálanum, að skipa nefnd til að meta reynsluna af aflamarkskerfinu. Í öðru lagi að hafna skaðabótum. Í þriðja lagi að draga fram þá staðreynd að svipting veiðiheimilda gæti rekist á stjórnarskrá og eignarréttarvernd mannréttindasáttmála Evrópu. Deilurnar um fiskveiðistjórnunina eru helsta hugmyndafræðilega ágreiningsefnið í íslenskum stjórnmálum. Þar er annars vegar tekist á um markaðslausnir og hins vegar um pólitíska miðstýringu. Að því leyti er deiluefnið skýrt. Þeir sem eru hlynntir pólitískri miðstýringu fiskveiða hafa litið svo á að álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna útiloki sjálfkrafa að við getum hagnýtt okkur kosti markaðskerfisins. Sú fullyrðing er vægast sagt hæpin þegar á það er horft að allar aðrar fiskveiðiþjóðir hafa án ágreinings fengið að úthluta veiðiheimildum á grundvelli veiðireynslu eins og hér var gert. Þá hafa markaðslausnir við stjórn fiskveiða með nokkrum öðrum þjóðum ekki þótt vera andstæðar mannréttindaskuldbindingum. Hvers vegna þá hér? Hagnaður útvegsins og sjálfbær nýting fiskistofna eru þau atriði sem fiskveiðistjórnun snýst öðru fremur um. Það sem skiptir máli til að ná þeim markmiðum er að jafnvægi sé á milli afkastagetu fiskiskipastólsins og afrakstursgetu fiskistofnanna. Ef fiskiskipastóllinn er of stór gerist þrennt: Kostnaðurinn verður of mikill, þrýstingur á ofveiði eykst og launakjör versna. Þó að markaðskerfið sé ekki fullkomið sýnir reynslan að það hefur skilað betri árangri varðandi þessi höfuðmarkmið en pólitísk miðstýring. Reynslan sýnir að þegar veiðiheimildum hefur verið úthlutað á pólitískum grundvelli eiga stjórnmálmenn erfiðara með að takmarka leyfðan heildarafla. Í flestum miðstýringarkerfum þurfa skattborgararnir einnig að greiða með útgerðinni. Þær fréttir sem nú berast frá nokkrum helstu miðstýringarþjóðum í fiskveiðum í Evrópu sýna þennan vanda í hnotskurn. Hækkandi olíuverð veldur því að ýmsar ríkisstjórnir íhuga að láta skattborgarana greiða enn stærri hluta af útgerðarkostnaði of stórs flota. Það er þetta sem myndi hljótast af kerfisbreytingu hér á landi. Væri það mannréttindabót? Fiskveiðar hafa óvíða jafn mikla efnahagslega þýðingu og hjá okkur. Það er því ekki ofsögum sagt að þær hugmyndafræðilegu deilur sem staðið hafa um stjórn fiskveiða snúast um lífskjör. Þetta á bæði við um þjóðarbúskapinn í heild og einstaklinga. Í ríkisstyrktum sjávarplássum Evrópu eru lífskjör að öllu jöfnu mun lakari en á þeim svæðum þar sem samkeppnishæfar atvinnugreinar þrífast. Að þessu virtu hefði annars konar svar af hálfu ríkisstjórnarinnar verið óábyrgt. Ábyrg afstaða Framsóknarflokksins sýnir að þar er að finna forystumenn sem geta verið stærri í sniðum en einfaldar tölur í skoðanakönnunum augnabliksins. Nú er mannréttindanefndarinnar að svara.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun