Fimm eiga möguleika á titlinum 8. október 2008 00:56 Lewis Hamilton er efstur að stigum í stigamótinu og vinur hans Nico Rosberg náði öðru sæti í síðasta móti. mynd: Getty Images Þriðja síðasta Formúlu 1 mót ársins fer fram í Japan um helgina og fyrstu æfingar verða á aðfaranótt föstudags. Fimm ökumenn eiga enn möguleika á titlinum. Lewis Hamilton er efstur í stigamótinu og er sjö stigum á undan Felipe Massa. Hamilton vann mótið í fyrra í beljandi rigningu og spáð er rigningu um mótshelgina. Akstur í rigningu hefur ekki verið sterkasta hlið Massa og regndekk virðast ekki virka eins vel undir bílum Ferrari og McLaren. Ferrari hefur gefið það út að Kim Raikkönen eigi að styðja við bakið á Massa í titilbaráttunni, vinna fyrir liðið. Stefano Domenicali framkvæmdarstjóri Ferrari segir að liðið stefni á fyrsta og annað sætið í öllum mótum sem eftir eru. Hamilton nægir annað sætið í öllum mótum ársins til að landa titli, jafnvel þó Massa verði fyrstur í öllum mótum sem eftir eru. Hlutverk Heikki Kovalainen hjá McLaren verður að verja stöðu Hamilton eftir bestu getu. Vandamál McLaren og Ferrari er að sjö mismunandi sigurvegarar hafa verið í mótum ársins og tvö síðustu mót hafa ekki fært liðunum tveimur gull. Fernando Alonso vann í Singapúr og Sebastian Vettel vann á Monza. Báðir eru mjög snjallir í rigningu. Robert Kubica á BMW á enn möguleika á titilinum og gæti líka truflaði slag Ferrari og McLaren manna. Mótið á Fuji brautinni er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, rétt eins og æfingar og tímatakan, Eknir verða 67 hringir um 4.5 km langa brautina, eða samtals 306 km. Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Þriðja síðasta Formúlu 1 mót ársins fer fram í Japan um helgina og fyrstu æfingar verða á aðfaranótt föstudags. Fimm ökumenn eiga enn möguleika á titlinum. Lewis Hamilton er efstur í stigamótinu og er sjö stigum á undan Felipe Massa. Hamilton vann mótið í fyrra í beljandi rigningu og spáð er rigningu um mótshelgina. Akstur í rigningu hefur ekki verið sterkasta hlið Massa og regndekk virðast ekki virka eins vel undir bílum Ferrari og McLaren. Ferrari hefur gefið það út að Kim Raikkönen eigi að styðja við bakið á Massa í titilbaráttunni, vinna fyrir liðið. Stefano Domenicali framkvæmdarstjóri Ferrari segir að liðið stefni á fyrsta og annað sætið í öllum mótum sem eftir eru. Hamilton nægir annað sætið í öllum mótum ársins til að landa titli, jafnvel þó Massa verði fyrstur í öllum mótum sem eftir eru. Hlutverk Heikki Kovalainen hjá McLaren verður að verja stöðu Hamilton eftir bestu getu. Vandamál McLaren og Ferrari er að sjö mismunandi sigurvegarar hafa verið í mótum ársins og tvö síðustu mót hafa ekki fært liðunum tveimur gull. Fernando Alonso vann í Singapúr og Sebastian Vettel vann á Monza. Báðir eru mjög snjallir í rigningu. Robert Kubica á BMW á enn möguleika á titilinum og gæti líka truflaði slag Ferrari og McLaren manna. Mótið á Fuji brautinni er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, rétt eins og æfingar og tímatakan, Eknir verða 67 hringir um 4.5 km langa brautina, eða samtals 306 km.
Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira