Raftónlistar- og rokkveisla var haldin í vinnustofunni Gramminu við Smiðjustíg fyrir skömmu. Raftónlistarmaðurinn 701 spilaði þar dáleiðandi raftónlist sína og Faðirvor rokkaði frumsamda sálmatónlist.

Í Gramminu starfar fjöldi fólks að listsköpun sinni á ýmsum sviðum. Þar má nefna Reykjavík!, Borko og FM Belfast, auk annarra hljómsveita og sjónlistarmanna. Einnig er útgáfufyrirtækið Kimi Records með aðsetur þar.


