Grín, glens og fallegur söngur 15. desember 2008 06:00 Emilíana Torrini sannaði það enn og aftur í Háskólabíói á laugardagskvöldið að hún er ein af okkar bestu söngkonum. Emilíana Torrini heldur ekki oft tónleika á Íslandi. Það voru því margir spenntir þegar hún boðaði til tónleika í Háskólabíói fyrir nokkru vikum og eftirvæntingin var greinilega mikil í bíóinu þegar stundin rann upp á laugardagskvöldið. Það var Lay Low sem hitaði upp. Hún mætti með tvo meðspilara, kontrabassaleikara og gítarleikara. Sjálf spilaði hún á gítar og söng. Hún tók sex lög, byrjaði á Little by Little af nýju plötunni sinni Farewell Good Night's Sleep og endaði á smellinum By and By af sömu plötu. Það sannast alltaf betur og betur hvað Lay Low er mikið náttúrutalent. Hún virðist fara svo létt með þetta allt. Þessi þriggja manna útgáfa af kántrý-poppbandinu hennar var ekkert síðri en stóra sveitin sem spilaði með henni í haust. Frábær upphitun. Eftir smá hlé kom Emilíana á sviðið ásamt hljómsveitinni sinni sem skipuð var Sigtryggi Baldurssyni trommuleikara og þremur Bretum, tveimur gítarleikurum og hljómborðsleikara sem að auki gripu í ýmis önnur hljóðfæri eftir hentugleikum. Emilíana byrjaði á Fireheads, upphafslagi nýju plötunnar Me and Armini og það var ljóst frá fyrstu tónunum að hún átti salinn. Af þeim sautján lögum sem hún flutti á tónleikunum voru að minnsta kosti tíu af Me and Armini og sex af Fisherman's Woman. Á milli laga sagði Emilíana sögur oft við mikinn fögnuð í salnum og stríddi bresku hljóðfæraleikurunum sem spiluðu með henni með því að tala um þá á íslensku. Emilíana er frábær söngkona og hún sýndi það og sannaði enn eina ferðina í Háskólabíói á laugardagskvöldið. Hún á líka mörg góð lög og texta og hljómsveitin sem spilaði með henni stóð vel fyrir sínu. Það voru margir hápunktar þar á meðal Sunny Road, reggí-lagið Me and Armini, Jungle Drum, Birds sem stigmagnaðist skemmtilega, hið rokkaða Gun og lokalagið fyrir uppklapp, Heard it All Before sem byrjaði á því að allir hljómsveitarmeðlimirnir nema hljómborðsleikarinn klöppuðu taktinn, en fóru svo einn af öðrum að syngja og spila. Eftir kröftugt uppklapp komu þrjú frábær lög til viðbótar: Fisherman's Woman, Nothing Brings Me Down og Beggar's Prayer. Á heildina litið voru þetta fínir tónleikar. Ef það er hægt að setja út á eitthvað þá fannst mér Emilíana kannski ganga aðeins of langt í glensinu á milli laga, líkt og vinur frá útlöndum sem er svo glaður að vera kominn heim að hann getur ekki stoppað. Emilíana er mjög sjarmerandi á sviði og það er gaman að heyra skemmtilegar sögur, en mér fannst hún aðeins ofgera þessu, sérstaklega þegar á leið. Það dregur svolítið úr stemningunni sem tónlistin sjálf skapar að vera stöðugt með fliss og mas á milli laga. Mest lesið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Emilíana Torrini heldur ekki oft tónleika á Íslandi. Það voru því margir spenntir þegar hún boðaði til tónleika í Háskólabíói fyrir nokkru vikum og eftirvæntingin var greinilega mikil í bíóinu þegar stundin rann upp á laugardagskvöldið. Það var Lay Low sem hitaði upp. Hún mætti með tvo meðspilara, kontrabassaleikara og gítarleikara. Sjálf spilaði hún á gítar og söng. Hún tók sex lög, byrjaði á Little by Little af nýju plötunni sinni Farewell Good Night's Sleep og endaði á smellinum By and By af sömu plötu. Það sannast alltaf betur og betur hvað Lay Low er mikið náttúrutalent. Hún virðist fara svo létt með þetta allt. Þessi þriggja manna útgáfa af kántrý-poppbandinu hennar var ekkert síðri en stóra sveitin sem spilaði með henni í haust. Frábær upphitun. Eftir smá hlé kom Emilíana á sviðið ásamt hljómsveitinni sinni sem skipuð var Sigtryggi Baldurssyni trommuleikara og þremur Bretum, tveimur gítarleikurum og hljómborðsleikara sem að auki gripu í ýmis önnur hljóðfæri eftir hentugleikum. Emilíana byrjaði á Fireheads, upphafslagi nýju plötunnar Me and Armini og það var ljóst frá fyrstu tónunum að hún átti salinn. Af þeim sautján lögum sem hún flutti á tónleikunum voru að minnsta kosti tíu af Me and Armini og sex af Fisherman's Woman. Á milli laga sagði Emilíana sögur oft við mikinn fögnuð í salnum og stríddi bresku hljóðfæraleikurunum sem spiluðu með henni með því að tala um þá á íslensku. Emilíana er frábær söngkona og hún sýndi það og sannaði enn eina ferðina í Háskólabíói á laugardagskvöldið. Hún á líka mörg góð lög og texta og hljómsveitin sem spilaði með henni stóð vel fyrir sínu. Það voru margir hápunktar þar á meðal Sunny Road, reggí-lagið Me and Armini, Jungle Drum, Birds sem stigmagnaðist skemmtilega, hið rokkaða Gun og lokalagið fyrir uppklapp, Heard it All Before sem byrjaði á því að allir hljómsveitarmeðlimirnir nema hljómborðsleikarinn klöppuðu taktinn, en fóru svo einn af öðrum að syngja og spila. Eftir kröftugt uppklapp komu þrjú frábær lög til viðbótar: Fisherman's Woman, Nothing Brings Me Down og Beggar's Prayer. Á heildina litið voru þetta fínir tónleikar. Ef það er hægt að setja út á eitthvað þá fannst mér Emilíana kannski ganga aðeins of langt í glensinu á milli laga, líkt og vinur frá útlöndum sem er svo glaður að vera kominn heim að hann getur ekki stoppað. Emilíana er mjög sjarmerandi á sviði og það er gaman að heyra skemmtilegar sögur, en mér fannst hún aðeins ofgera þessu, sérstaklega þegar á leið. Það dregur svolítið úr stemningunni sem tónlistin sjálf skapar að vera stöðugt með fliss og mas á milli laga.
Mest lesið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira