Bankahólfið: Hann er sökudólgurinn! 29. október 2008 05:00 Bandaríska vikuritið Newsweek fer ekki í grafgötur með það hverjum megi kenna um vandamálin í alþjóðlegu efnahagslífi. Blaðinu dettur heldur ekki í hug að bíða þar til öldurnar hefur lægt og byrja þá að leita sökudólgsins, líkt og íslenskir stjórnmálamenn hafa ítrekað hamrað á síðustu daga. Forsíða alþjóðaútgáfu vikuritsins í síðustu viku segir allt sem segja þarf. Undir örinni situr Alan Greenspan, sem vermdi sæti seðlabankastjóra í Bandaríkjunum í átján ár, frá haustdögum 1987 þar til hann stóð upp úr honum skömmu eftir áramótin í hitteðfyrra. Laun lækkuð án blóðsúthellingaHannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor skrifar um krónuna í nýjasta hefti Vísbendingar. Þar segir: „Atburðarásin haustið 2008 leiddi hins vegar eitt í ljós: Með öllum sínum óköstum var íslensk króna fljótvirkasta og friðsamlegasta tækið til að laga hagkerfið að nýjum aðstæðum. Með gengisfalli krónunnar voru laun snarlækkuð án blóðsúthellinga.Amenningur fékk skýr skilaboð um það að hann yrði að spara og beina kaupum sínum frekar að innlendri vöru en innfluttri. Þessi skilaboð hefðu ekki borist eins greiðlega um hagkerfið, hefðu Íslendingar notað evru í stað krónu." Óguðleg afleiðing haftaárannaLýðræðislega kjörnir ráðamenn hamra nú á gildi ráðdeildar og sparnaðar. Vitna nokkrir þeirra til fyrri tíðar um miðja síðustu öld þegar landsmenn voru langt frá því að hafa ofurlaun, gjaldeyrir var skorinn við nögl og epli fengust bara á jólum. Skýrasta dæmið um ráðdeild, sparnað og höft er Hallgrímskirkja. Skóflustunga að kirkjunni var tekin 15. desember 1945.Kirkjan reis með hænuskrefum enda mjög sparað til byggingarinnar og afgangssteypa notuð að einhverju leyti til verksins. Kirkjan var vígð 41 ári eftir að hafist var handa við bygginguna. Endingin var í takt við sparnaðinn, heldur rýr, því alvarlegar steypuskemmdir komu í ljós á kirkjuturninum fyrir nokkru. Síðustu metrar uppsveiflunnar hafa þannig farið í að bæta fyrir haftaárin þegar sparnaður og ráðdeild upp á gamla móðinn voru í mestu metum. Markaðir Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Bandaríska vikuritið Newsweek fer ekki í grafgötur með það hverjum megi kenna um vandamálin í alþjóðlegu efnahagslífi. Blaðinu dettur heldur ekki í hug að bíða þar til öldurnar hefur lægt og byrja þá að leita sökudólgsins, líkt og íslenskir stjórnmálamenn hafa ítrekað hamrað á síðustu daga. Forsíða alþjóðaútgáfu vikuritsins í síðustu viku segir allt sem segja þarf. Undir örinni situr Alan Greenspan, sem vermdi sæti seðlabankastjóra í Bandaríkjunum í átján ár, frá haustdögum 1987 þar til hann stóð upp úr honum skömmu eftir áramótin í hitteðfyrra. Laun lækkuð án blóðsúthellingaHannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor skrifar um krónuna í nýjasta hefti Vísbendingar. Þar segir: „Atburðarásin haustið 2008 leiddi hins vegar eitt í ljós: Með öllum sínum óköstum var íslensk króna fljótvirkasta og friðsamlegasta tækið til að laga hagkerfið að nýjum aðstæðum. Með gengisfalli krónunnar voru laun snarlækkuð án blóðsúthellinga.Amenningur fékk skýr skilaboð um það að hann yrði að spara og beina kaupum sínum frekar að innlendri vöru en innfluttri. Þessi skilaboð hefðu ekki borist eins greiðlega um hagkerfið, hefðu Íslendingar notað evru í stað krónu." Óguðleg afleiðing haftaárannaLýðræðislega kjörnir ráðamenn hamra nú á gildi ráðdeildar og sparnaðar. Vitna nokkrir þeirra til fyrri tíðar um miðja síðustu öld þegar landsmenn voru langt frá því að hafa ofurlaun, gjaldeyrir var skorinn við nögl og epli fengust bara á jólum. Skýrasta dæmið um ráðdeild, sparnað og höft er Hallgrímskirkja. Skóflustunga að kirkjunni var tekin 15. desember 1945.Kirkjan reis með hænuskrefum enda mjög sparað til byggingarinnar og afgangssteypa notuð að einhverju leyti til verksins. Kirkjan var vígð 41 ári eftir að hafist var handa við bygginguna. Endingin var í takt við sparnaðinn, heldur rýr, því alvarlegar steypuskemmdir komu í ljós á kirkjuturninum fyrir nokkru. Síðustu metrar uppsveiflunnar hafa þannig farið í að bæta fyrir haftaárin þegar sparnaður og ráðdeild upp á gamla móðinn voru í mestu metum.
Markaðir Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira