Lewis Hamilton: Erfitt að standast álagið 15. október 2008 11:35 Lewis Hamilton á fullri ferð á Fuji brautinni á sunnudaginn. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton segir að pressan sem sé á honum þessa dagana dagana jarðri við að vera óbærileg. "Það er ekki auðvelt að svara á réttan hátt eða gera það sem er rétt. Allt sem maður gerir og segir er krufið til mergjar. Það er mjjög erfitt", segir Hamilton. "Ég er bara mannlegur og geri mistök eins og aðrar manneskjur. Mér eru lögð orð í munn í fjölmiðlum eða það sem ég segi slitið úr samhengi. Ég verð að gæta þess hvað ég geri og segi öllum stundum. Stundum vildi ég að ég gæti bara lifað eðlilegu lífi eins og ég gerði áður", segir Hamilton sem flutti til Sviss til að forðast ensku pressuna, sem getur verið mjög óvæginn eins og Íslendingar hafa fengið að finna fyrir síðustu vikurnar. Hamilton hefur verið gagnrýndur fyrir atvik á Fuji brautinni um síðustu helgi, þar sem dómarar dæmdu hann brotlegan fyrir gáleysilegan akstur í upphafi mótsins. Hann lauk mótinu á Fuji brautinni í tólfta sæti eftir að hafa tekið út refsingu og eftir að hafa lent í árekstri við Felipe Massa. Sjá nánar Hamilton Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton segir að pressan sem sé á honum þessa dagana dagana jarðri við að vera óbærileg. "Það er ekki auðvelt að svara á réttan hátt eða gera það sem er rétt. Allt sem maður gerir og segir er krufið til mergjar. Það er mjjög erfitt", segir Hamilton. "Ég er bara mannlegur og geri mistök eins og aðrar manneskjur. Mér eru lögð orð í munn í fjölmiðlum eða það sem ég segi slitið úr samhengi. Ég verð að gæta þess hvað ég geri og segi öllum stundum. Stundum vildi ég að ég gæti bara lifað eðlilegu lífi eins og ég gerði áður", segir Hamilton sem flutti til Sviss til að forðast ensku pressuna, sem getur verið mjög óvæginn eins og Íslendingar hafa fengið að finna fyrir síðustu vikurnar. Hamilton hefur verið gagnrýndur fyrir atvik á Fuji brautinni um síðustu helgi, þar sem dómarar dæmdu hann brotlegan fyrir gáleysilegan akstur í upphafi mótsins. Hann lauk mótinu á Fuji brautinni í tólfta sæti eftir að hafa tekið út refsingu og eftir að hafa lent í árekstri við Felipe Massa. Sjá nánar Hamilton
Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira