Lokamótið auðveldara fyrir Massa en Hamilton 27. október 2008 13:47 Felipe Massa og Rob Smedley stefna á sigur í Brasilíu um næstu helgi. mynd: kappakstur.is Brasilíumaðurinn Felipe Massa telur að það verði auðveldara fyrir hann en Lewis Hamilton að ná settu marki um næstu helgi. Massa verður að sækja en Hamilton að verja sjö stiga forskot. "Það verður erfiðara fyrir Hamilton en mig um næstu helgi. Ég þarf að stefna á sigur og vona það besta. Vissulega mun Hamilton reyna að þjarma að mér, en hann getur bara klúðrað þessu og það er meiri pressa á honum en mér", sagði Massa um mótið á heimavelli um næstu helgi. Hamilton nægir fimmta sætið þó Massa vinni, en McLaren ætlar ekki bara að leika varnarhlutverk. McLaren gaf það út í dag að nýr afturvængur mun prýða bíl Hamilton um næstu helgi auk fleiri hluta sem eiga að gera hann hraðskreiðari. "Við vitum mætavel að titilinn er ekki í höfn hjá McLaren, þó Hamilton sé með forskot á Massa. Við verðum að halda einbeitingu og vanda til verka í lokamótinu. Hamilton verður betri og betri með hverju mótinu og engin hefur byrjað feril sinn eins vel og hann", sagði Ron Dennis framkvæmdarstjóri McLaren. Hamilton glopraði titilinum í lokamótinu í fyrra og var þá með sjö stiga forskot rétt eins og núna. Mótið í Brasilíu var háspennumót frá upphafi til enda, en Kimi Raikkönen varð meistari með eins stigs mun. Ferrari varð í fyrsta og öðru sæti í Brasilíu og nokkrir ökumenn virðast styðja Massa fremur en Hamilton og spurning hvort þeir blanda sér í titilslaginn á einhvern hátt. Hamilton vann þó öruggan sigur í síðasta móti og er hvergi hræddur við lokamótið. Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Brasilíumaðurinn Felipe Massa telur að það verði auðveldara fyrir hann en Lewis Hamilton að ná settu marki um næstu helgi. Massa verður að sækja en Hamilton að verja sjö stiga forskot. "Það verður erfiðara fyrir Hamilton en mig um næstu helgi. Ég þarf að stefna á sigur og vona það besta. Vissulega mun Hamilton reyna að þjarma að mér, en hann getur bara klúðrað þessu og það er meiri pressa á honum en mér", sagði Massa um mótið á heimavelli um næstu helgi. Hamilton nægir fimmta sætið þó Massa vinni, en McLaren ætlar ekki bara að leika varnarhlutverk. McLaren gaf það út í dag að nýr afturvængur mun prýða bíl Hamilton um næstu helgi auk fleiri hluta sem eiga að gera hann hraðskreiðari. "Við vitum mætavel að titilinn er ekki í höfn hjá McLaren, þó Hamilton sé með forskot á Massa. Við verðum að halda einbeitingu og vanda til verka í lokamótinu. Hamilton verður betri og betri með hverju mótinu og engin hefur byrjað feril sinn eins vel og hann", sagði Ron Dennis framkvæmdarstjóri McLaren. Hamilton glopraði titilinum í lokamótinu í fyrra og var þá með sjö stiga forskot rétt eins og núna. Mótið í Brasilíu var háspennumót frá upphafi til enda, en Kimi Raikkönen varð meistari með eins stigs mun. Ferrari varð í fyrsta og öðru sæti í Brasilíu og nokkrir ökumenn virðast styðja Massa fremur en Hamilton og spurning hvort þeir blanda sér í titilslaginn á einhvern hátt. Hamilton vann þó öruggan sigur í síðasta móti og er hvergi hræddur við lokamótið.
Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira