Með öfugt ennisband og varasalva í sokknum 22. desember 2008 13:52 Rondo keyrir hér framhjá nýliðanum Derrick Rose hjá Chicago NordicPhotos/GettyImages Leikstjórnandinn Rajon Rondo hjá Boston Celtics er á sínu þriðja ári í NBA deildinni og hefur aldrei leikið betur. Boston jafnaði í nótt félagsmet með því að vinna 18. leik sinn í röð og þar átti Rondo enn einn stjörnuleikinn. Það er ekki síst fyrir tilstilli þessa skemmtilega bakvarðar að meistalið Boston virðist sterkara en nokkru sinni fyrr. Rondo var stigahæstur hjá Boston í sigri á New York í nótt þegar hann skoraði 26 stig og var með ótrúlega hittni - setti niður 12 af 14 skotum. Boston náði fljótlega 23 stiga forystu í leiknum en New York náði að minnka hana niður í sex stig í síðari hálfleiknum. Þá tók Rondo til sinna ráða og setti niður níu skot í röð í þriðja leikhlutanum. Frábær tölfræði Rondo er í 19. sæti yfir bestu nýtinguna í deildinni og hefur hitt úr tæplega 54% skota sinna. Það er langbesta nýting bakvarðar í deildinni enda koma flest stig hans úr sniðskotum eftir gegnumbrot. Hann er ekki sérlega góður í langskotunum, en bætir það upp með því að vera mikill boltaþjófur og hörkufrákastari á miðað við stærð (185 cm). Hann er í öðru sæti í NBA í stolnum boltum (2,4 í leik) og áttunda sæti í stoðsendingum (7,5). Þá náði Rondo sinni fyrstu þreföldu tvennu í byrjun desember þegar hann skoraði 16 stig, gaf 17 stoðsendingar og hirti 14 fráköst í sigri Boston á Indiana. Sérvitringur Rondo er líka hjátrúarfullur sérvitringur og á sér nokkra einkennilega siði. Hann snýr til að mynda ennisbandi sínu öfugt í leikjum og spilar alltaf með túpu af varasalva í sokknum. "Ég sneri ennisbandinu óvart öfugt í leik þegar ég var á fyrsta ári og spilaði þá vel, svo ég hef haldið því síðan," sagði Rondo í samtali við ESPN. En hvað er málið með varasalvann? "Varnirnar á mér þorna þegar ég er að spila. Svo hefur mér gengið vel síðan ég byrjaði að bera á mér varasalva. Nokkrir mótherjar mínir hafa strítt mér á þessu, þannig að það er ljóst að þetta er farið að spyrjast út. Ætli viti þetta ekki allir núna," sagði hinn hægláti Rondo.Rondo í stjörnuleikinn? Nafn: Rajon RondoAldur: 22 áraStaða: LeikstjórnandiLið: Boston CelticsHáskóli: KentuckyHæð: 185 cmÞyngd: 77,6 kgTölfræðin:Stig: 11,3Stoðsendingar: 7,5Fráköst: 5,0Stolnir: 2,4Skotnýting: 54%Boston-liðið hefur unnið 26 af fyrstu 28 leikjum sínum í vetur og virðist með sama áframhaldi ekki ætla að láta titilinn sem það vann í sumar af hendi á næsta ári.Það er ekki síst fyrir ört vaxandi leik Rondo sem Boston hefur gengið svona vel í vetur og nú er svo komið að mikið er talað um að hann verði valinn í stjörnuliðið í febrúar."Ég reyni nú að hugsa ekki mikið um það. Það er talað dálítið um það, en því fleiri leiki sem við vinnum, því meira legg ég á mig til að reyna að komast í stjörnuliðið," sagði Rondo.Risaleikur á jóladagÍslendingum gefst enn og aftur tækifæri til að sjá Rondo og félaga spila klukkan 22 á jóladagskvöld, en þá verður einn af leikjum ársins í NBA sýndur beint á Stöð 2 Sport þegar Boston sækir LA Lakers heim í endurtekningu á úrslitaeinvíginu í sumar. NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Leikstjórnandinn Rajon Rondo hjá Boston Celtics er á sínu þriðja ári í NBA deildinni og hefur aldrei leikið betur. Boston jafnaði í nótt félagsmet með því að vinna 18. leik sinn í röð og þar átti Rondo enn einn stjörnuleikinn. Það er ekki síst fyrir tilstilli þessa skemmtilega bakvarðar að meistalið Boston virðist sterkara en nokkru sinni fyrr. Rondo var stigahæstur hjá Boston í sigri á New York í nótt þegar hann skoraði 26 stig og var með ótrúlega hittni - setti niður 12 af 14 skotum. Boston náði fljótlega 23 stiga forystu í leiknum en New York náði að minnka hana niður í sex stig í síðari hálfleiknum. Þá tók Rondo til sinna ráða og setti niður níu skot í röð í þriðja leikhlutanum. Frábær tölfræði Rondo er í 19. sæti yfir bestu nýtinguna í deildinni og hefur hitt úr tæplega 54% skota sinna. Það er langbesta nýting bakvarðar í deildinni enda koma flest stig hans úr sniðskotum eftir gegnumbrot. Hann er ekki sérlega góður í langskotunum, en bætir það upp með því að vera mikill boltaþjófur og hörkufrákastari á miðað við stærð (185 cm). Hann er í öðru sæti í NBA í stolnum boltum (2,4 í leik) og áttunda sæti í stoðsendingum (7,5). Þá náði Rondo sinni fyrstu þreföldu tvennu í byrjun desember þegar hann skoraði 16 stig, gaf 17 stoðsendingar og hirti 14 fráköst í sigri Boston á Indiana. Sérvitringur Rondo er líka hjátrúarfullur sérvitringur og á sér nokkra einkennilega siði. Hann snýr til að mynda ennisbandi sínu öfugt í leikjum og spilar alltaf með túpu af varasalva í sokknum. "Ég sneri ennisbandinu óvart öfugt í leik þegar ég var á fyrsta ári og spilaði þá vel, svo ég hef haldið því síðan," sagði Rondo í samtali við ESPN. En hvað er málið með varasalvann? "Varnirnar á mér þorna þegar ég er að spila. Svo hefur mér gengið vel síðan ég byrjaði að bera á mér varasalva. Nokkrir mótherjar mínir hafa strítt mér á þessu, þannig að það er ljóst að þetta er farið að spyrjast út. Ætli viti þetta ekki allir núna," sagði hinn hægláti Rondo.Rondo í stjörnuleikinn? Nafn: Rajon RondoAldur: 22 áraStaða: LeikstjórnandiLið: Boston CelticsHáskóli: KentuckyHæð: 185 cmÞyngd: 77,6 kgTölfræðin:Stig: 11,3Stoðsendingar: 7,5Fráköst: 5,0Stolnir: 2,4Skotnýting: 54%Boston-liðið hefur unnið 26 af fyrstu 28 leikjum sínum í vetur og virðist með sama áframhaldi ekki ætla að láta titilinn sem það vann í sumar af hendi á næsta ári.Það er ekki síst fyrir ört vaxandi leik Rondo sem Boston hefur gengið svona vel í vetur og nú er svo komið að mikið er talað um að hann verði valinn í stjörnuliðið í febrúar."Ég reyni nú að hugsa ekki mikið um það. Það er talað dálítið um það, en því fleiri leiki sem við vinnum, því meira legg ég á mig til að reyna að komast í stjörnuliðið," sagði Rondo.Risaleikur á jóladagÍslendingum gefst enn og aftur tækifæri til að sjá Rondo og félaga spila klukkan 22 á jóladagskvöld, en þá verður einn af leikjum ársins í NBA sýndur beint á Stöð 2 Sport þegar Boston sækir LA Lakers heim í endurtekningu á úrslitaeinvíginu í sumar.
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum