LA Lakers í úrslitin 30. maí 2008 05:07 Los Angeles Lakers tryggði sér í nótt sæti í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar með 100-92 sigri á meisturum San Antonio Spurs í fimmta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar. Lakers vann einvígið örugglega 4-1 og mætir Boston eða Detroit í lokaúrslitum. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2004 sem Lakers-liðið vinnur sér sæti í lokaúrslitum, eða síðan Shaquille O´Neal lék með liðinu. Lakers tapaði fyrir Detroit í úrslitunum árið 2004, en vann titilinn þrjú ár í röð á árunum 2000-02. Um tíma leit alls ekki út fyrir að Lakers-liði næði að klára dæmið á heimavelli sínum í nótt, því San Antonio byrjaði mun betur og náði mest 17 stiga forystu. Rétt eins og í fyrsta leik liðanna, þar sem San Antonio náði 20 stiga forystu í Los Angeles, voru þó heimamenn sterkari og sigu fram úr á lokasprettinum. Bryant heitur Kobe Bryant fór fyrir liði Lakers eins og svo oft áður og skoraði 17 af 39 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Lakers hefur aðeins tapað þremur leikjum í úrslitakeppninni, hefur unnið alla átta heimaleiki sína og hefur raunar ekki tapað leik á heimavelli í tvo mánuði. "Þetta er að mínu mati frábært afrek, því Vesturdeildin er gríðarlega sterk. Við erum allir mjög spenntir og stoltir yfir þessum árangri. Nú er bara að sjá hvort við getum klárað verkefnið," sagði Kobe Bryant eftir leikinn. Lamar Odom skoraði 13 stig og hirti 8 fráköst fyrir Lakers og Spánverjinn Pau Gasol skoraði 12 stig og hirti 19 fráköst, þar af 9 í sókninni. Þrenna Duncan nægði ekki Tony Parker var stigahæstur hjá San Antonio með 23 stig og Tim Duncan var með þrefalda tvennu - skoraði 19 stig, hirti 15 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Manu Ginobili, eitt helsta vopn San Antonio í sóknarleiknum, var áfram skugginn af sjálfum sér og skoraði aðeins 9 stig. Tim Duncan var bjartsýnn þegar hann hitti fjölmiðlamenn að máli eftir leikinn. "Við förum bara að gíra okkur upp fyrir næsta tímabil. Þetta var fínt ár hjá okkur, en við vorum bara ekki alveg nógu góðir á köflum," sagði þessi fjórfaldi NBA meistari. Þeir voru bara betri Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, sagði að betra liðið hefði unnið einvígið. "Mér fannst við spila ágætlega, en við náðum okkur aldrei almennilega á strik sóknarlega og það eru viss vonbrigði. Mikið af því hefur vissulega með Lakers-liðið að gera. Við mættum bara liði sem var betra að þessu sinni. Í sjö leikja séríu er það alltaf betra liðið sem vinnur fjóra leiki," sagði Popovich. Boston eða Detroit?Kobe Bryant og Tim Duncan fallast í faðma eftir leikinnNordicPhotos/GettyImagesNú er ljóst að Lakers-liðið fær að minnsta kosti einnar viku hvíld fyrir átökin í lokaúrslitunum, en fyrsti leikur á dagskrá þar er á fimmtudagskvöldið í næstu viku.Fyrsti leikurinn í lokaúrslitunum fer fram í Boston eða Detroit, en bæði þessi lið voru með betra vinningshlutfall en Lakers og fá því fyrstu tvo leiki sína á heimavelli þegar kemur að lokaúrslitunum. Næstu þrír leikir verða svo í Los Angeles og tveir síðustu á austurströndinni ef til kemur.Lakers mætti Detroit síðast í lokaúrslitum árið 2004 og þá hafði Detroit betur. Lakers liðið hafði ekki unnið einvígi í úrslitakeppni síðan þá fyrr en það sló Denver út 4-0 í fyrstu umferðinni á dögunum.Lakers og Boston hafa hinsvegar mæst alls tíu sinnum í lokaúrslitum í sögunni. Boston vann átta fyrstu einvígin, en Lakers vann tvö síðustu, árin 1985 og 1987. Boston hefur ekki komist í lokaúrslit síðan þá.Jackson í sögubækur?Phil Jackson, þjálfari LA Lakers, getur orðið sigursælasti þjálfari í sögu NBA ef lið hans hefur betur í lokaúrslitunum. Hann hefur unnið níu meistaratitla sem þjálfari - jafn marga og goðsögnin Red Auerbach hjá Boston.Detroit-Boston í nóttBoston hefur yfir 3-2 gegn Detroit í úrslitum Austurdeildarinnar og getur liðið því tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í sjötta leiknum í Detroit í nótt. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 00:30 í nótt.Komi til oddaleiks í einvíginu fer hann fram í Boston á sunnudagskvöldið. NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Los Angeles Lakers tryggði sér í nótt sæti í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar með 100-92 sigri á meisturum San Antonio Spurs í fimmta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar. Lakers vann einvígið örugglega 4-1 og mætir Boston eða Detroit í lokaúrslitum. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2004 sem Lakers-liðið vinnur sér sæti í lokaúrslitum, eða síðan Shaquille O´Neal lék með liðinu. Lakers tapaði fyrir Detroit í úrslitunum árið 2004, en vann titilinn þrjú ár í röð á árunum 2000-02. Um tíma leit alls ekki út fyrir að Lakers-liði næði að klára dæmið á heimavelli sínum í nótt, því San Antonio byrjaði mun betur og náði mest 17 stiga forystu. Rétt eins og í fyrsta leik liðanna, þar sem San Antonio náði 20 stiga forystu í Los Angeles, voru þó heimamenn sterkari og sigu fram úr á lokasprettinum. Bryant heitur Kobe Bryant fór fyrir liði Lakers eins og svo oft áður og skoraði 17 af 39 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Lakers hefur aðeins tapað þremur leikjum í úrslitakeppninni, hefur unnið alla átta heimaleiki sína og hefur raunar ekki tapað leik á heimavelli í tvo mánuði. "Þetta er að mínu mati frábært afrek, því Vesturdeildin er gríðarlega sterk. Við erum allir mjög spenntir og stoltir yfir þessum árangri. Nú er bara að sjá hvort við getum klárað verkefnið," sagði Kobe Bryant eftir leikinn. Lamar Odom skoraði 13 stig og hirti 8 fráköst fyrir Lakers og Spánverjinn Pau Gasol skoraði 12 stig og hirti 19 fráköst, þar af 9 í sókninni. Þrenna Duncan nægði ekki Tony Parker var stigahæstur hjá San Antonio með 23 stig og Tim Duncan var með þrefalda tvennu - skoraði 19 stig, hirti 15 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Manu Ginobili, eitt helsta vopn San Antonio í sóknarleiknum, var áfram skugginn af sjálfum sér og skoraði aðeins 9 stig. Tim Duncan var bjartsýnn þegar hann hitti fjölmiðlamenn að máli eftir leikinn. "Við förum bara að gíra okkur upp fyrir næsta tímabil. Þetta var fínt ár hjá okkur, en við vorum bara ekki alveg nógu góðir á köflum," sagði þessi fjórfaldi NBA meistari. Þeir voru bara betri Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, sagði að betra liðið hefði unnið einvígið. "Mér fannst við spila ágætlega, en við náðum okkur aldrei almennilega á strik sóknarlega og það eru viss vonbrigði. Mikið af því hefur vissulega með Lakers-liðið að gera. Við mættum bara liði sem var betra að þessu sinni. Í sjö leikja séríu er það alltaf betra liðið sem vinnur fjóra leiki," sagði Popovich. Boston eða Detroit?Kobe Bryant og Tim Duncan fallast í faðma eftir leikinnNordicPhotos/GettyImagesNú er ljóst að Lakers-liðið fær að minnsta kosti einnar viku hvíld fyrir átökin í lokaúrslitunum, en fyrsti leikur á dagskrá þar er á fimmtudagskvöldið í næstu viku.Fyrsti leikurinn í lokaúrslitunum fer fram í Boston eða Detroit, en bæði þessi lið voru með betra vinningshlutfall en Lakers og fá því fyrstu tvo leiki sína á heimavelli þegar kemur að lokaúrslitunum. Næstu þrír leikir verða svo í Los Angeles og tveir síðustu á austurströndinni ef til kemur.Lakers mætti Detroit síðast í lokaúrslitum árið 2004 og þá hafði Detroit betur. Lakers liðið hafði ekki unnið einvígi í úrslitakeppni síðan þá fyrr en það sló Denver út 4-0 í fyrstu umferðinni á dögunum.Lakers og Boston hafa hinsvegar mæst alls tíu sinnum í lokaúrslitum í sögunni. Boston vann átta fyrstu einvígin, en Lakers vann tvö síðustu, árin 1985 og 1987. Boston hefur ekki komist í lokaúrslit síðan þá.Jackson í sögubækur?Phil Jackson, þjálfari LA Lakers, getur orðið sigursælasti þjálfari í sögu NBA ef lið hans hefur betur í lokaúrslitunum. Hann hefur unnið níu meistaratitla sem þjálfari - jafn marga og goðsögnin Red Auerbach hjá Boston.Detroit-Boston í nóttBoston hefur yfir 3-2 gegn Detroit í úrslitum Austurdeildarinnar og getur liðið því tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í sjötta leiknum í Detroit í nótt. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 00:30 í nótt.Komi til oddaleiks í einvíginu fer hann fram í Boston á sunnudagskvöldið.
NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira