Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 8,1 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Alfesca, sem fór upp um 2,1 prósent. Gengi bréfa í Færeyjabanka, Atlantic Petroleum og Marel Food Systems hækkaði um tæpt prósent.
Á sama tíma féll gengi bréfa Bakkavarar um 4,94 prósent, Straums um 3,24 prósent og Eimskipafélagsins um 1,54 prósent.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,67 og stendur vísitalan í 369 stigum.
Á sama tíma féll gengi krónunnar um tvö prósent og stendur gengisvísitalan í 208 stigum.