SAS flugfélagið hefur gefist upp á að hafa kínverskar flugfreyjur í vinnu, vegna andstöðu danskra fagfélaga og yfirvalda.
Félagið réð 35 kínverskar flugfreyjur í janúar á þessu ári til þess að hafa í þeim flugvélum sem fljúga til Asíu.
Danskar flugfreyjur mótmæltu því að kínversku stúlkurnar voru ekki ráðnar á dönskum kjarasamningum.
Síðan hefur staðið í miklu stappi og málarekstri og SAS meðal annars verið dæmt í sekt vegna þess að kínversku freyjurnar höfðu ekki atvinnuleyfi. Og nú hefur flugfélagið gefist upp.