Glaðlegum strákhnokka með höfuðband bardagamanns er haldið á loft í fjöldagöngu Hamas samtakanna á Gaza ströndinni í gær.
Honum þykir greinilega gaman að vera í þessum mannfjölda. Hann hefur enga hugmynd um að það er verið að boða áframhaldandi heilagt stríð.
Aðstoðarmaður öryggismálaráðherra Ísraels særðist í gær þegar hamas liði skaut á hann þar sem hann var á ferð ásamt kanadiskum ferðamönnum, á hæð þar sem sjá má yfir Gaza. Hamas settu svo á netið myndbandsupptökur af því þegar byssumaðurinn hóf skothríð á hópinn.
Í texta með myndunum er sagt að þær staðfesti áframhald hins heilaga stríðs...og að allir síonistar sem stígi fæti á hina hreinu jörð, séu skotmark.