Alfreð hættir með Gróttu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2008 14:16 Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Gróttu. Mynd/Anton Alfreð Örn Finnsson hefur ákveðið að hætta þjálfun Gróttu sem leikur í N1-deild kvenna. Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum en hefur tilkynnt bæði stjórn og leikmönnum ákvörðun sína. Alfreð gerði ÍBV að Íslandsmeisturunum árið 2006 og tók við liði Gróttu eftir það. Hann var kjörinn þjálfari ársins bæði árið 2006 og 2007 en Grótta varð í öðru sæti í deildinni í fyrra. Grótta er sem stendur í fjórða sæti N1-deildar kvenna, tólf stigum á eftir toppliði Fram. Á heimasíðu Gróttu birtist eftirfarandi yfirlýsing frá Alfreð: „Ég hef ákveðið að hætta þjálfun á kvennaliði Gróttu eftir þetta tímabil. Ég gerði 3 ára samning þegar ég kom aftur á Nesið þannig að í raun á ég eitt ár eftir af honum en þetta er niðurstaðan og hef ég nú tilkynnt leikmönnum og stjórn ákvörðun mína. Þetta hefur ekkert með vonbrigði vetrarins að gera, vissulega hefði verið skemmtilegra að kveðja eftir árangursríkari vetur en svona er lífið. Ég hef ekki leynt því að þessi vetur hefur verið erfiður en að sama skapi lærdómsríkur og jafnframt skemmtilegur enda er þetta topphópur skemmtilegra einstaklinga. Nú verður markmið okkar að halda 4.sætinu og gera gott úr því sem eftir er. Ástæðan fyrir því að ég ætla að hætta er einfaldlega sú að ég á 1 ár eftir í náminu mínu og mér finnst ég skulda sjálfum mér að hafa skólann í forgangi næsta vetur. Einnig verð ég að játa að æfingatímarnir henta illa fyrir fjölskylduna sérstaklega þar sem við hjónin erum í þessu saman, það ætti því að vera minna álag á ömmu og afa næsta vetur. Það verður vafalítið einkennilegt að vera ekki að þjálfa og ég kem til með að sakna þess. Hvort að ég taki mér eingöngu 1 árs frí eða hætti alveg kemur í ljós síðar og fæst orð bera minnsta ábyrgð í því samhengi." Olís-deild kvenna Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Alfreð Örn Finnsson hefur ákveðið að hætta þjálfun Gróttu sem leikur í N1-deild kvenna. Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum en hefur tilkynnt bæði stjórn og leikmönnum ákvörðun sína. Alfreð gerði ÍBV að Íslandsmeisturunum árið 2006 og tók við liði Gróttu eftir það. Hann var kjörinn þjálfari ársins bæði árið 2006 og 2007 en Grótta varð í öðru sæti í deildinni í fyrra. Grótta er sem stendur í fjórða sæti N1-deildar kvenna, tólf stigum á eftir toppliði Fram. Á heimasíðu Gróttu birtist eftirfarandi yfirlýsing frá Alfreð: „Ég hef ákveðið að hætta þjálfun á kvennaliði Gróttu eftir þetta tímabil. Ég gerði 3 ára samning þegar ég kom aftur á Nesið þannig að í raun á ég eitt ár eftir af honum en þetta er niðurstaðan og hef ég nú tilkynnt leikmönnum og stjórn ákvörðun mína. Þetta hefur ekkert með vonbrigði vetrarins að gera, vissulega hefði verið skemmtilegra að kveðja eftir árangursríkari vetur en svona er lífið. Ég hef ekki leynt því að þessi vetur hefur verið erfiður en að sama skapi lærdómsríkur og jafnframt skemmtilegur enda er þetta topphópur skemmtilegra einstaklinga. Nú verður markmið okkar að halda 4.sætinu og gera gott úr því sem eftir er. Ástæðan fyrir því að ég ætla að hætta er einfaldlega sú að ég á 1 ár eftir í náminu mínu og mér finnst ég skulda sjálfum mér að hafa skólann í forgangi næsta vetur. Einnig verð ég að játa að æfingatímarnir henta illa fyrir fjölskylduna sérstaklega þar sem við hjónin erum í þessu saman, það ætti því að vera minna álag á ömmu og afa næsta vetur. Það verður vafalítið einkennilegt að vera ekki að þjálfa og ég kem til með að sakna þess. Hvort að ég taki mér eingöngu 1 árs frí eða hætti alveg kemur í ljós síðar og fæst orð bera minnsta ábyrgð í því samhengi."
Olís-deild kvenna Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira