NBA í nótt: Phoenix batt enda á sigurgöngu Denver Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2008 09:14 Allen Iverson reynir að verjast Steve Nash. Nordic Photos / Getty Images Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir í nótt og skoraði 81 stig í síðari hálfleik gegn Denver og vann, 132-117. Á sama tíma vann Dallas sinn leik í nótt. Dallas, Denver og Golden State voru öll hnífjöfn í 7.-9. sæti Vesturdeildarinnar fyrir leiki næturinnar en síðastnefnda liðið spilaði ekki í nótt. Það þýðir að Denver er nú fallið niður í níunda sætið og missir af úrslitakeppninni samkvæmt því. Denver hafði unnið síðustu fimm leiki sína fyrir leikinn í nótt og liðið byrjaði vel í nótt. Skotnýting leikmanna í fyrri hálfleik var 60 prósent en staðan í hálfleik var 70-51, Denver í vil. Phoenix tók öll völd í síðari hálfleik og kláraði síðustu tólf mínútur leiksins með 46 stigum gegn 25. Amare Stoudemire skoraði 41 stig fyrir Phoenix og tók fjórtán fráköst þar að auki. Steve Nash bætti við 36 stigum og átta stoðsendingum og Shaquille O'Neal var með 20 stig og tólf fráköst. Hjá Denver var JR Smith stigahæstur með 23 stig, Allen Iverson var með 21 stig og Carmelo Anthony með átján stig og ellefu fráköst. Þessi lið mætast aftur í Denver í nótt. Dallas vann LA Clippers, 93-86, þar sem Jason Kidd fór á kostum og skoraði 27 stig í fjarveru Dirk Nowitzky. Josh Howard var einnig öflugur og skoraði tólf af sínum 25 stigum í fjórða leikhluta. Hjá Clippers var Al Thornton stigahæstur með 26 stig en Dallas hafði yfirhöndina allan tímann í leiknum. Þetta var mikilvægur sigur hjá Denver sem hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum gegn sínum helstu andstæðingum þessa stundina, Denver og Golden State. Aðfaranótt fimmtudagsins mætast svo Dallas og Golden State öðru sinni og er vitaskuld um afar þýðingarmikinn leik að ræða. Utah vann Washington, 129-87, og setti félagsmet með því að setja niður fimmtán þrista í leiknum. CJ Miles bætti persónulegt met og skoraði 29 stig í leiknum. Deron Williams bætti við tólf stigum og sextán stoðsendingum þrátt fyrir að hafa hvílt lengst af í fjórða leikhluta. Antawn Jamison var stigahæstur leikmanna Washington með 22 stig. Atlanta vann Memphis, 116-99, og jók þar með enn forystu sína á New Jersey í baráttu sinni um áttunda sætið í Austurdeildinni. Atlanta náði mest 38 stiga forystu í þriðja leikhluta og þó svo að Memphis hafi náð 23-4 spretti í fjórða leikhluta var munurinn einfaldlega of mikill. Josh Smith var með 26 stig fyrir Atlanta og Rudy Gay 29 fyrir Memphis. Indiana vann Miami, 105-85, þar sem Jermaine O'Neal lék í fyrsta sinn fyrir fyrrnefnda liðið eftir tveggja mánaða fjarveru vegna hnémeiðsla. Hann skoraði níu stig í leiknum en hann hafði misst af 33 leikjum í röð. Danny Granger skoraði 23 stig fyrir Indiana en Daequan Cook skoraði sextán fyrir Miami. Toronto vann Charlotte, 104-100, þar sem Chris Bosh skoraði 32 stig. Stigahæstur hjá Charlotte var Jason Richardson með 26 stig. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA-bloggið á Vísi NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir í nótt og skoraði 81 stig í síðari hálfleik gegn Denver og vann, 132-117. Á sama tíma vann Dallas sinn leik í nótt. Dallas, Denver og Golden State voru öll hnífjöfn í 7.-9. sæti Vesturdeildarinnar fyrir leiki næturinnar en síðastnefnda liðið spilaði ekki í nótt. Það þýðir að Denver er nú fallið niður í níunda sætið og missir af úrslitakeppninni samkvæmt því. Denver hafði unnið síðustu fimm leiki sína fyrir leikinn í nótt og liðið byrjaði vel í nótt. Skotnýting leikmanna í fyrri hálfleik var 60 prósent en staðan í hálfleik var 70-51, Denver í vil. Phoenix tók öll völd í síðari hálfleik og kláraði síðustu tólf mínútur leiksins með 46 stigum gegn 25. Amare Stoudemire skoraði 41 stig fyrir Phoenix og tók fjórtán fráköst þar að auki. Steve Nash bætti við 36 stigum og átta stoðsendingum og Shaquille O'Neal var með 20 stig og tólf fráköst. Hjá Denver var JR Smith stigahæstur með 23 stig, Allen Iverson var með 21 stig og Carmelo Anthony með átján stig og ellefu fráköst. Þessi lið mætast aftur í Denver í nótt. Dallas vann LA Clippers, 93-86, þar sem Jason Kidd fór á kostum og skoraði 27 stig í fjarveru Dirk Nowitzky. Josh Howard var einnig öflugur og skoraði tólf af sínum 25 stigum í fjórða leikhluta. Hjá Clippers var Al Thornton stigahæstur með 26 stig en Dallas hafði yfirhöndina allan tímann í leiknum. Þetta var mikilvægur sigur hjá Denver sem hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum gegn sínum helstu andstæðingum þessa stundina, Denver og Golden State. Aðfaranótt fimmtudagsins mætast svo Dallas og Golden State öðru sinni og er vitaskuld um afar þýðingarmikinn leik að ræða. Utah vann Washington, 129-87, og setti félagsmet með því að setja niður fimmtán þrista í leiknum. CJ Miles bætti persónulegt met og skoraði 29 stig í leiknum. Deron Williams bætti við tólf stigum og sextán stoðsendingum þrátt fyrir að hafa hvílt lengst af í fjórða leikhluta. Antawn Jamison var stigahæstur leikmanna Washington með 22 stig. Atlanta vann Memphis, 116-99, og jók þar með enn forystu sína á New Jersey í baráttu sinni um áttunda sætið í Austurdeildinni. Atlanta náði mest 38 stiga forystu í þriðja leikhluta og þó svo að Memphis hafi náð 23-4 spretti í fjórða leikhluta var munurinn einfaldlega of mikill. Josh Smith var með 26 stig fyrir Atlanta og Rudy Gay 29 fyrir Memphis. Indiana vann Miami, 105-85, þar sem Jermaine O'Neal lék í fyrsta sinn fyrir fyrrnefnda liðið eftir tveggja mánaða fjarveru vegna hnémeiðsla. Hann skoraði níu stig í leiknum en hann hafði misst af 33 leikjum í röð. Danny Granger skoraði 23 stig fyrir Indiana en Daequan Cook skoraði sextán fyrir Miami. Toronto vann Charlotte, 104-100, þar sem Chris Bosh skoraði 32 stig. Stigahæstur hjá Charlotte var Jason Richardson með 26 stig. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA-bloggið á Vísi
NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira