Hreyfing er öllum holl. Ekki síst er nauðsynlegt fyrir eldra fólk að púla dálítið til þess að halda hreyfigetu sinni.
Til þess eru ýmsar leiðir. Í Ástralíu er til dæmis hópur ellilífeyrisþega sem hefur tekið upp skylmingar.
Styðjandi sig við göngugrindur þurfa öldungarnir ekki að búast við að þeim verði boðið hlutverk í næstu myndinni um Zorro eða skytturnar þrjár.
En skylmingar eru talsverð erfiðar og hreyfingin holl og góð. Og eins og einn þeirra sagði; "Ég hef ekki skemmt mér svona vel síðan ég var í Hróa hattar leik fyrir áttatíu árum."