Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hafnaði í sjötta og neðsta sæti á æfingamótinu í Portúgal eftir að það tapaði 29-22 fyrir Tyrklandi í lokaleik sínum í dag.
Tyrkir höfðu yfir 14-10 í hálfleik. Stella Sigurðardóttir skoraði 5 mörk fyrir íslenska liðið líkt og Ásta Birna Gunnarsdóttir og Auður Jónsdóttir skoraði 4 mörk. Berglind Íris Hansdóttir varði 12 skot í markinu.