NBA í nótt: Denver í áttunda sætið 30. mars 2008 03:31 Kenyon Martin skoraði 30 stig fyrir Denver í nótt og hefur ekki skorað meira í leik í fimm ár NordcPhotos/GettyImages Denver vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á Golden State á heimavelli sínum 119-112. Sigurinn þýðir að Denver hefur nú stokkið upp fyrir Golden State í áttunda og síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni í NBA. Denver hefur verið á góðri siglingu undanfarið og hafði leikurinn í nótt eðlilega mikla þýðingu fyrir bæði lið sem eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni í einhverri hörðustu deildarkeppni í manna minnum. Denver hefur líka betri innbyrðisstöðu gegn Golden State úr innbyrðisviðureignum og er með betra vinningshlutfall í Vesturdeildinni. Það þýðir að ef liðin yrðu jöfn í töflunni í lok tímabils, telst Denver með betri árangur. Þegar um það bil 10 leikir eru eftir á hvert lið í deildarkeppninni munar aðeins hársbreidd á Dallas, Denver og Golden State sem eru í harðri baráttu um 7. og 8. sætið inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni (sjá tengil á stöðu neðst í fréttinni). Kenyon Martin var atkvæðamestur í liði Denver með 30 stig og 11 fráköst, Carmelo Anthony skoraði 25 stig og JR Smith skoraði 20 stig af bekknum. Baron Davis var stigahæstur í liði gestanna með 28 stig, Stephen Jackson skoraði 25, Monta Ellis 22 og Andris Biedrins skoraði 17 stig og hirti 17 fráköst. Phoenix upp að hlið Lakers í Kyrrahafsriðlinum Phoenix vann nokkuð öruggan útisigur á New Jersey og er fyrir vikið komið upp að hlið LA Lakers á toppi Kyrrahafsriðilsins. Amare Stoudemire hefur verið í gríðarlegu formi upp á síðkastið og hann skoraði 33 stig og hirti 15 fráköst fyrir Phoenix. Leandro Barbosa skoraði 21 stig, Shaquille O´Neal 17 og Steve Nash var með 10 stig og 11 stoðsendingar þrátt fyrir að spila meiddur. Vince Carter skoraði 32 stig fyrir New Jersey. Detroit slökkti í LeBron James Detroit vann sannfærandi sigur á Cleveland 85-71 í viðureign liðanna sem léku til úrslita í Austurdeildinni í fyrra. Ekki er hægt að segja að hafi verið glæsibragur á leiknum þar sem varnarleikurinn var í fyrirrúmi. LeBron James náði sér aldrei á strik í leiknum, skoraði aðeins 13 stig en var samt stigahæstur í slöku liði Cleveland. Rip Hamilton var stigahæstur í liði Detroit með 14 stig en skoraði reyndar 8 þeirra af vítalínunni. Fimm leikmenn Detroit skoruðu 12 stig eða meira í leiknum. Tæpt hjá Chicago Chicago vann nauman sigur á Milwaukee 114-111, en liðið glutraði frá sér 21 stigs forystu á heimavelli sínum. Larry Hughes skoraði 19 stig fyrir Chicago og Joakim Noah skoraði 18 stig og hirti 15 fráköst. Michael Redd skoraði 33 stig fyrir Milwaukee og Charlie Villanueva skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst. Charlotte lagði Portland á útivelli 93-85 þar sem Emeka Okafor skoraði 21 stig fyrir gestina en Travis Outlaw skoraði 26 stig fyrir Portland. Loks vann LA Clippers sigur á Memphis á heimavelli 110-97. Al Thornton setti persónulegt met með 39 stigum fyrir Clippers og Corey Maggette skoraði 26, en Rudy Gay skoraði 23 stig fyrir Memphis. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Denver vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á Golden State á heimavelli sínum 119-112. Sigurinn þýðir að Denver hefur nú stokkið upp fyrir Golden State í áttunda og síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni í NBA. Denver hefur verið á góðri siglingu undanfarið og hafði leikurinn í nótt eðlilega mikla þýðingu fyrir bæði lið sem eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni í einhverri hörðustu deildarkeppni í manna minnum. Denver hefur líka betri innbyrðisstöðu gegn Golden State úr innbyrðisviðureignum og er með betra vinningshlutfall í Vesturdeildinni. Það þýðir að ef liðin yrðu jöfn í töflunni í lok tímabils, telst Denver með betri árangur. Þegar um það bil 10 leikir eru eftir á hvert lið í deildarkeppninni munar aðeins hársbreidd á Dallas, Denver og Golden State sem eru í harðri baráttu um 7. og 8. sætið inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni (sjá tengil á stöðu neðst í fréttinni). Kenyon Martin var atkvæðamestur í liði Denver með 30 stig og 11 fráköst, Carmelo Anthony skoraði 25 stig og JR Smith skoraði 20 stig af bekknum. Baron Davis var stigahæstur í liði gestanna með 28 stig, Stephen Jackson skoraði 25, Monta Ellis 22 og Andris Biedrins skoraði 17 stig og hirti 17 fráköst. Phoenix upp að hlið Lakers í Kyrrahafsriðlinum Phoenix vann nokkuð öruggan útisigur á New Jersey og er fyrir vikið komið upp að hlið LA Lakers á toppi Kyrrahafsriðilsins. Amare Stoudemire hefur verið í gríðarlegu formi upp á síðkastið og hann skoraði 33 stig og hirti 15 fráköst fyrir Phoenix. Leandro Barbosa skoraði 21 stig, Shaquille O´Neal 17 og Steve Nash var með 10 stig og 11 stoðsendingar þrátt fyrir að spila meiddur. Vince Carter skoraði 32 stig fyrir New Jersey. Detroit slökkti í LeBron James Detroit vann sannfærandi sigur á Cleveland 85-71 í viðureign liðanna sem léku til úrslita í Austurdeildinni í fyrra. Ekki er hægt að segja að hafi verið glæsibragur á leiknum þar sem varnarleikurinn var í fyrirrúmi. LeBron James náði sér aldrei á strik í leiknum, skoraði aðeins 13 stig en var samt stigahæstur í slöku liði Cleveland. Rip Hamilton var stigahæstur í liði Detroit með 14 stig en skoraði reyndar 8 þeirra af vítalínunni. Fimm leikmenn Detroit skoruðu 12 stig eða meira í leiknum. Tæpt hjá Chicago Chicago vann nauman sigur á Milwaukee 114-111, en liðið glutraði frá sér 21 stigs forystu á heimavelli sínum. Larry Hughes skoraði 19 stig fyrir Chicago og Joakim Noah skoraði 18 stig og hirti 15 fráköst. Michael Redd skoraði 33 stig fyrir Milwaukee og Charlie Villanueva skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst. Charlotte lagði Portland á útivelli 93-85 þar sem Emeka Okafor skoraði 21 stig fyrir gestina en Travis Outlaw skoraði 26 stig fyrir Portland. Loks vann LA Clippers sigur á Memphis á heimavelli 110-97. Al Thornton setti persónulegt met með 39 stigum fyrir Clippers og Corey Maggette skoraði 26, en Rudy Gay skoraði 23 stig fyrir Memphis. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum